fbpx

NÝGIFT

LÍFIÐ

Nýgift og yfir mig hamingjusöm langar mig að henda inn línu hér á bloggið og þakka fyrir allar kveðjurnar og póstana sem þið eruð að senda mér. Ég lofa að svara ykkur öllum strax eftir helgi og vona að þið sýnið því skilning <3 ég mun svo að sjálfsögðu birta betra blogg og fullt af myndum mjög fljótlega.

 
Ástarorð til Gunna fá að fylgja með:

Gunni er æskuástin mín og eina ástin mín að eilífu, amen!

Við erum fyrst og fremst gott teymi og höfum ávallt  trú á hvoru öðru og það er hlutur sem mér finnst afar mikilvægur í öllum samböndum, sérstaklega ástarsamböndum.

Mér finnst ég auðvitað heppnasta kona í heimi að fá að verja ævinni með þessum vel heppnaða einstakling sem Gunni er. Það er svo auðvelt að vera skotin í honum og við þroskumst svo vel saman. Hann hefur margt til bruns að bera , hann er bæði fjallmyndarlegur og eldklár á mörgum sviðum. Ég varð kannski skotin í honum þegar hann var ljósabekkjabrúnn unglingur í útvíðum Diesel gallabuxum með strípur í hárinu (ég var auðvitað ekkert skárri ..) en ég er ennþá bálskotin í honum þótt það gráni í vöngum.

Við lifum ekki hefðbundnu lífi vegna atvinnu Gunna í handbolta. En að okkar mati eru það forréttindi að upplifa og ég myndi ekki vilja hafa það öðruvísi. Við erum þó alltaf með miklu fleiri bolta á lofti en bara þennan handbolta sem lífið okkar snýst um. Við höfum skapað svo margt saman og það er hluti af sambandinu okkar að vera mikið í vinnunni (sem er líka áhugamálið okkar) – við verðum líklega alltaf saman í einhverskonar buisness.

Það er svo gott hvað við erum nægjusöm með hvort annað. Þó að við flytjum út um allan heim þá er nóg ást í fjölskyldunni sem uppfyllir þarfir okkar til fulls. Sunnudagar eru til dæmis uppáhalds dagarnir okkar því þá gerum við yfirleitt eitthvað fjölskyldutengt, bara við fjögur í friði. Það þykir mér vænt um.

Gunni er með örfáaókosti, en ég veit bara um  tvo:
1. Hann er ekki með gott tímaskyn.
2.  Hann er með mjög ljótar tær.

Fyrir utan þessa tvo hluti er hann nokkuð gott eintak að eiga! Það má alls ekki gleymast að hann er besti pabbi í heimi – börnin okkar eru með stjörnur í augunum yfir honum og það er fallegasta sem ég veit. Mesti fjársjóður sem við höfum skapað saman eru þessi fallegu einstaklingar sem við eigum, Alba og Gunnar Manuel veita okkur innblástur á hverjum degi.

Ég hlakka til að drekka með honum Sjöstrand kaffi (og gott rauðvín) um ókomna tíð, sama hvar við verðum í heiminum, bara að við séum undir sama þaki. Home is whereever I am with you.

Það vita allir sem þekkja okkur hvað ég elska þennan mann mikið og mest! Loksins fékk ég að giftast honum!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

 

REYKJAVIK NIGHTS

Skrifa Innlegg

5 Skilaboð

 1. Andrea

  24. June 2018

  Innilega til hamingju með ástina og Lífið elsku fallegu vinir ❤️ Svo ótrúlega gaman að fagna með ykkur í gær, þvílík veisla, þetta partý dugar mér út árið.
  Hamingjan sanna er svona
  Lovelove
  Andrea

 2. Fanney Ingvars

  24. June 2018

  Fallega skrifað! Enn og aftur til hamingju fyrirmyndarhjón <3

 3. sigridurr

  24. June 2018

  Til hamingju með brúðkaupið! Ótrúlega fallegur texti!x

 4. Ásgerður Ágústsdóttir

  25. June 2018

  Innilegar hamingjuóskir með hvort annað ❤️

 5. Helena

  25. June 2018

  Vá falleg orð. Innilega til hamingju með hvort annað <3