fbpx

ÁRAMÓTAHEFÐ

LÍFIÐ

Á síðasta degi ársins vöknuðum við Gunni á hvítu Snæfellsnesi með útsýni sem ég féll fyrir. Við höfum lagt það í vana okkar að fá að stinga af út á land þegar við komum í janúarheimsókn á klakann. Það er svo mikilvægt að rækta sambandið og fá að vera kærustupar án barnanna af og til.


Að þessu sinni völdum við Hótel Búðir, eða þau völdu eiginlega okkur þegar hótelstjórinn sendi inn fyrirspurn um fallegu Sjöstrand kaffivélarnar sem við erum svo stolt af því að vera með umboð fyrir á Íslandi. Hótel Búðir er eitt fallegasta sveitahótel sem ég hef heimsótt. Ó hvað andrúmsloftið gaf okkur mikið innandyra og íslenska orkan úr öllum áttum þegar við gengum út fyrir hóteldyrnar með hraunið, fjöllin og sjóinn í kringum okkur. Við vorum svo stolt af því að vera Íslendingarnir úr hópi erlenda gesta sem voru ekki að spara fögru orðin um umhverfið og Ísland yfir höfuð.

Hótelið er í tveggja tíma akstursfjarlægð frá Reykjavík og við mættum beint í late dinner í myrkinu. Ég get fullyrt að þarna fékk ég einn besta mat sem ég hef smakkað og ég veit að ég er að taka stórt til orða en ég var bara svo svakalega glöð með humarinn minn og rauðrófuréttinn. Ég smakkaði líka kjötið hjá Gunna og það bráðnaði í munninum.  Ég elska veitingastaði sem bjóða upp á fáa rétti á matseðli, þá veit maður að hráefnin eru fersk og þeir leggja áherslu á það sem þeir eru góðir í. Hér var aðeins einn kjötréttur, einn fiskréttur og einn grænmætisréttur á aðalréttaseðlinum (svo það komi fram, þá borguðum við að sjálfsögðu fyrir matinn).

Dásamlegur endir á annasömu ári. Pössum upp á að búa til stundir og stefnumót með fólkinu sem við elskum. Gleðilegt nýtt ár elsku lesendur.

//

I love our new tradition – parents date in the countryside between Christmas and New Year. Our getaway this year was the lovely Hotel Budir on Snæfellsnes. A charming hotel in where you can enjoy so much of the Icelandic landscape.

The most important point is that the food was soooo good. Simple menu with few courses that they have mastered. Couldn’t recommend it more!

It was the perfect way to recharge the batteries before the new year.

Happy new year!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

HAPPY 2019

Skrifa Innlegg