fbpx

ÓSKALISTINN: JANÚAR

LANGARSHOP

Eins og flestir er ég alltaf með eitthvað á óskalistanum, sumt mun ég eignast, annað ekki – það er víst þannig með margt í lífinu. Mig langar að fá að deila með ykkur mínum óskalista mánaðarlega árið 2018. Þið kunnið öll svo vel að meta þegar ég hef gefið kauphugmyndir á blogginu og því langar mig að bæta þann þátt.  Ég held að það gæti orðið skemmtileg hefð og liður sem allir hafa gagn og gaman af. Í “Frá toppi til táar” hef ég alfarið haldið mig við vörur sem fást í íslenskum verslunum en í “Langar” listanum mun ég þó fara út fyrir landsteinana þó eitthvað sé vissulega til heima á Íslandi.

Í þessum fyrsta mánuði ársins standa útsölur sem hæst og því mjög auðvelt að gera góð kaup á hlutum sem voru á óskalista fyrir áramót og eru nú á niðursettu verði, þó eru mínar óskir ekki endilega bundar við útsölurnar. Úr öllum áttum en allt sem mig langar í þessa dagana.

//

I will do “Wanted” list every month 2018. These are my wanted items for January.

 1. Trench coat sem kallar á mig. Efnið minnir á lakk sem er svo vinsælt um þessar mundir en kápan minnir mig líka á flík úr samstarfsverkefni Hildar Yeoamn og 66°Norður sem fór í sölu á síðasta Hönnunarmars. Eru einhverjri sammála mér þar? Frá: MONKI. Fæst: HÉR
 2. Þessi húfa var í jólapakka frá börnunum mínum í desember en ég náði að týna henni á Íslandi í byrjun janúar. Hefur einhver rekist á hana? Ég sakna hennar mjög mikið … Frá ACNE. Fæst: HÉR
 3. Cat eye sólgleraugu frá Le Specs. Einnig til frá fleiri merkjum en þessi hafa verið lengst á mínum óskalista eftir að ég mátaði þau í Gautaborg í haust. Fást: HÉR
 4. Það er kólnandi veður í spánni framundan því myndi þessi drauma dúnúlpa bjarga mér hér í sænska. Því miður uppseld á Íslandi en ég veit að einhverjar eru til í Magasin du Nord í Köben, fyrir áhugasama. Meira: HÉR 
 5. Dýru skór sem núna eru á 70% útsölu frá Trademark, fást á Net-a-Porter. HÉR
 6. Kimono í Stellu McCartney stíl – Elísabetarlegur með meiru – Væntanlegur í undirfatadeild Lindex: HÉR
 7. Ég mátaði þennan samfesting í Geysi á Skólavörðustíg í byrjun desember og vona ykkar vegna að hann sé til ennþá? Frá GANNI og ennþá til hérna megin við hafið og mig kitlar í puttana. Meira: HÉR
 8. Ég hef verið ansi dugleg að hreyfa mig í janúar og ætla svo sannarlega að halda því áfram út árið. Mig vantar samt fleiri íþróttatoppa og þessi er minn uppáhalds frá NIKE. Fæst: HÉR
 9. Bio Effect vörurnar eru í miklu eftirlæti hjá undiritaðri. Gunni, maðurinn minn, eignaðist Day Serumið á dögunum og ég er alltaf að stelast í það. Það er æðislegt út í gegn!
 10. Sumar vörur á óskalistanum eru nauðsynjavörur. Ilmvatnið mitt er að klárast og ég þarf að kaupa mér nýtt. Ég bloggaði um HUNTER frá MCMC HÉR fyrir áhugasama. Nýr uppáhalds ilmur sem ég byrjaði að nota síðasta sumar og núna verður ekki aftur snúið.
 11. Ný rúmföt!! Og í þetta sinn langar mig svo í svona fallega blá. Hvað finnst ykkur? Þessi eru úr 100% Egypskum bómul og eru frá Semibasic. Fást: HÉR 
 12. 2018 er ár dagbókarinnar hjá Elísabetu Gunnars ;) ég alveg elska mína frá MUNUM og mæli með henni fyrir alla. Fæst í HRÍM
 13. Þið sem fylgið mér á Instagram hafið tekið eftir nýju áhugamáli mínu. Crossfit er algjör snilld en ég er svo sannalega ekki í réttum skóm. Þeir ættu því að vera efst á óskalistanum miðað við það sem atvinnufólk í greininni vill meina. Ég vil hafa þá mjög plain og þessir verða örugglega fyrir valinu. (Uppfært: þessir HÉR eru víst betri samkvæmt fagfólki) ..

 

Langar .. 

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

 

FOKK OFBELDI !!!

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

 1. Katrín Andrés

  31. January 2018

  Elska svona lista <3