fbpx

PARET SOM DELAR MODE OCH LIVSSTIL

LÍFIÐTRENDNET

 

Eldsnemma einn mánudagsmorguninn hér í Svíþjóð bankaði blaðamaður uppá og heimsótti okkur hjúin yfir rótsterkum Sjöstrand bolla. Tilefnið var ekki handbolti að þessu sinni, ótrúlegt en satt, því málefnið var tíska og lífsstíll eða almennur áhugi á verkefnum okkar utan boltaleiksins sem Gunni er hvað þekktastur fyrir hér á Skáni. 

Umræðan snérist um verkefni okkar hjóna utan vallar og þá aðalega Trendnet sem við stofnuðum fyrir 5 og hálfu ári síðan eftir að ég hafði þá bloggað í 3 önnur ár og þjónustað Íslendinga við kaup úr skandinavískum verslunum í gegnum fyrri síðu mína. Ég sagði frá mörgum af þeim tækifærum og hliðarverkefnum sem ég hef unnið að meðhliða blogginu, góðgerðamál, samstarfsverkefni mín, markaðsráðgjöf með íslenskum fyrirtækjum og nýjasta barnið okkar – Sjöstrand kaffið góða. Gunni talaði síðan um Bob Reykjavík sem hann stofnaði með Róberti Gunnarssyni, handboltamanni. Auðvitað var líka komið inná fjölskyldulífið og almennt babl um lífið og tilveruna. 

Við Gunni höfum alltaf nóg að gera og þurfum oft fleiri klukkutíma í sólahringinn eins og margir mögulega þekkja. Þetta er svolítið íslenskt, að vera alltaf með marga bolta á lofti. Svíarnir hrósa manni í gríð og erg fyrir dugnað og kraft. Ég segi alltaf að þetta sé bara í víkingarblóðinu því mér finnst allir í kringum mig líka vera í svipuðum sporum.

Það er gaman að fara í svona viðtal og draga saman allt sem við höfum gert síðustu ár. Ég er kannski stoltust af því hversu mörgum hugmyndum við höfum komið í framkvæmd. Við Gunni erum gott teymi og frábært hversu þessi mikla vinna hefur skilað árangri. Gallinn er auðvitað að maður er alltaf í vinnunni en þá er stærsti kosturinn að þetta er einnig áhugamálin okkar. Við erum vissulega mjög heppin með partnera – við gerum ekkert ein heldur erum umvafin góðu framtækjasömu fólki sem smitar frá sér.

Lesið nú í línurnar hér að neðan – eru ekki allir með sænskuna á hreinu? ;)

//

We had a lovely visit at home from the local paper, Kristianstadbladet, earlier this month.

This time the interview was not at all about handball, like they usually do when they speak to my better half. They were curious about our life outside the handball court. Our work, projects, fashion and lifestyle … 

The interview is in Swedish – you all know swedish right ;) 

Gunnar Steinn Jonsson och Elisabet Gunnarsdottir delar en passion för mode. Gunnar genom sitt klädmärke och Elisabet genom sin livstilsblogg. Ibland delar de även samma kläder.

Elisabet Gunnarsdottir och Gunnar Steinn Jonsson gillar båda klassiska, enkla kläder.

Myndirnar sem fylgdu greininni eru teknar af Bosse Nilsson // Photos: Bosse Nilsson

 

Tack Kristianstadbladet.

Áfram gakk ..

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

DRESS: TRENCH COAT

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

 1. Andrea

  28. March 2018

  Power couple

  • Elísabet Gunnars

   29. March 2018

   Spegill :*