fbpx

SJÖSTRAND TIL ÍSLANDS

Þið sem fylgið mér á samskiptamiðlum hafið kannski tekið eftir því að ég er komin með þessa gullfallegu kaffivél í eldhúsið heima í Svíþjóð. Vélin er frá Sjöstrand, vörumerki sem við hjónin kynntumst fyrir nokkrum mánuðum síðan. Fyrir utan þessa fallegu hönnun þá hefur Sjöstrand þá sérstöðu að hylkin frá þeim eru einstaklega umhverfisvæn. Þau eru gerð úr plöntutrefjum og brotna niður í náttúrunni með lífrænum úrgangi. Semsagt – umhverfisvænn kostur fyrir kaffiunnendur sem velja þessa hylkja leið sem er svo þægileg.

Ég er nú ekki að lofa Sjöstrand alveg að ástæðulausu. Við hjónin vorum svo hrifin að maðurinn minn setti sig í samband við þetta litla fjölskyldufyrirtæki í Stokkhólmi og núna nokkrum mánuðum síðar er merkið mætt á klakann og Gunni minn (ásamt kaffibróður sínum, Viktori Bjarka) með umboðið fyrir vörunum. Ég styð síðan auðvitað við bakið á mínum manni eins og vanalega.

Conceptið er kynnt til leiks á morgun (1.des) þegar við bjóðum uppá “KAFFI OG MEÐÐÍ” í verslun Norr11 klukkan 12. Það verður að sjálfsögðu Sjöstrand kaffi í boði og Brauð og Co. ásamt Omnom sjá til þess að við fáum eitthvað sætt með bollanum. Goodie pokar verða í boði fyrir þá sem mæta tímanlega og bestu fréttirnar eru líklega þær að fyrstu 30 sem koma fá að taka bollan sjálfan með sér heim, en það verða espresso bollar úr nýju 101 Copenhagen línunni (sjá mynd að ofan) sem kemur í Norr11 fyrir jólin.

Ég vona að ég sjái ykkur sem flest á morgun – ræðum málin yfir einum bolla!

Meira: HÉR

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

GANNI VS LINDEX

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Halla

    1. December 2017

    Hamingjuóskir með ósk um gott gengi.