fbpx

HIPP HIPP HÚRRA – TRENDNET 7 ÁRA

LÍFIÐTRENDNET

Ég er ekki fyrr lent heima eftir tískuvikuna í Kaupmannahöfn áður en ég opna tölvuna aftur og fer út í aðra sálma á blogginu. TRENDNET Á 7 ÁRA AFMÆLI Í DAG og ég er svo stolt og glöð yfir þeirri staðreynd. Miðju “barnið mitt” sem vex og dafnar svo vel.

Með Trendnet (tölvuna) í annarri og kampavín í hinni .. það er svoleiðis þegar maður á afmæli á föstudegi ;)

Þegar ég opnaði vefsíðuna, ásamt Álfrúnu Pálsdóttir árið 2012, hafði ég svo mikla trú á því að hún myndi virka vel á okkar íslenska trendí markaði. Síða sem einungis inniheldur jákvæðar umfjallanir og gleði fréttir væri eitthvað sem Íslendingar myndu kunna að meta. Það tók tíma og orku að sannfæra fyrirtæki og auglýsendur um að þetta væri málið og hefur þessi markaður heldur betur breyst síðan þá og í dag þarf ég ekki að sannfæra neinn.

Eru til margir nýjir fjölmiðlar/fréttasíður á Íslandi sem hafa lifað svo lengi? Ég er ekki viss um að sá fjöldi sé tveggja stafa tala.

Staðan er sú í dag að Trendnet hefur aldrei fengið eins góðan lestur og er það merki um að við séum á réttri leið og að við séum að gera eitthvað rétt. Í dag er konseptið skýrara, við erum alltaf að læra og reyna að gera betur með hverjum deginum sem líður. Vörumerkið er orðið sterkt og við erum alltaf opin fyrir að prufa nýja hluti, viljum standast kröfurnar sem gerðar eru til okkar og rúmlega það.

Í dag hefur Trendnet undir sínum hatti 13 bloggara sem allir eru ólíkir en svo frábærir – hverjir á sínu sviði. Hvort sem það er tíska – heilsa – fegurð – heimili – hreyfing – matur eða annað … þá ættu lesendur að finna eitthvað við sitt hæfi þegar þið opnið trendnet.is <3

Frá vinstri: Ása Regins, Svana Lovísa, Guðrún Sortveit, Andrea Röfn, Pattra, Helgi Ómars, Theodora Mjöll, Erna Hrund, Linnea, Moi, Birgitta Líf, Sigríðurr og Hilrag sem öll tilheyra Trendnet fjölskyldunni. Á myndina vantar samt sem áður nokkra góða.

Það eru nokkrir pennar sem skrifa á síðuna í dag sem hafa verið með frá upphafi (!) Nýjir bloggarar hafa komið í teymið okkar og aðrir farið í ný hlutverk en eru alltaf Team Trendnet. Það gerir mig einnig stolta að allir sem hafa yfirgefið síðuna hafa gert það á góðum nótum en það er sko ekki sjálfsagður hlutur. Trendnet fjölskyldan er dýrmætur hópur af eintómum snillingum með bein í nefninu og glaðlyndi að leiðarljósi í lífinu. Ég dýrka þau öll – gamla sem nýja.

… svo þessi. Það er eru ekki allir sem vita hversu mikið Gunni gerir bak við borðið á Trendnet. Hann er klárasti maður sem ég þekki og ég er svo lánssöm að vera gift honum.

TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ elsku Trendnetarar, bloggarar og að sjálfsögðu lesendur, án ykkar væri ekkert stuð. SKÁL!

Trendnet gleður og gefur á undirsíðunni TRENDNÝTT – ekki missa af því HÉR og á Trendnet Instagram HÉR.

Góða helgi til ykkar xxx

xx,-EG-.

TREND: MEÐ ÞENNAN HATT Á HEILANUM

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

 1. M

  9. August 2019

  Það væri virkilega gaman að fá færslu um alla gömlu pennana og hvað þeir séu að gera í dag, margir yndislegir sem ég sakna að lesa frá :)
  En innilega til hamingju með Trendnet afmælið

  • Elísabet Gunnars

   10. August 2019

   Það er ekki vitlaus hugmynd :) takk xx

 2. AndreA

  10. August 2019

  Hipp Hipp Húrra
  Til hamingju duglegu E&G
  ❤️

 3. Guðrún Sørtveit

  14. August 2019

  <3 <3 <3