fbpx

Transcendence hjá Hildi Yeoman

EDITORIALFASHIONÍSLENSK HÖNNUN

English Version Below

Fatalína Hildar Yeoman, Transcendence, nær í búðir fyrir jólin. JESS. Mest öll línan er nú þegar komin á slárnar í Kiosk á Laugavegi.
Ég held að ég hafi einmitt látið vita af sambærilegu fyrir jólin í fyrra – þið vitið öll að mér líkar vel við Hildi. Ég hef farið í ófáar heimsóknir í verslun og á vinnustofu þessa flotta listamanns og dugnaðarforks og birt hér á blogginu síðustu árin. Ég segi því stolt frá svona íslenskum tískufréttum.

Ég skrifaði (hér) um löngun mína í þennan dásamlega hatt! Nú er hann á leið í sölu og ég er ekki á landinu til að hlaupa og kaupa hann … æjæj. Þeir koma nefnilega aðeins örfáir í sölu, handgerðir á Íslandi.

Transcendence var í heild sinni vel heppnuð og höfðu margir orð á því að hún væri sú flottasta hingað til. Ég á erfitt með að gera upp á milli en vel er vandað til verka þar eins og í öllum fatalínum Hildar.

screen-shot-2016-12-02-at-12-32-25screen-shot-2016-12-02-at-12-32-51screen-shot-2016-12-03-at-13-29-58 screen-shot-2016-12-03-at-13-30-27 screen-shot-2016-12-03-at-13-30-43 screen-shot-2016-12-03-at-13-31-07 screen-shot-2016-12-03-at-13-31-20

Ég á eitt hálsmen frá Hildi sem er oft punkturinn yfir i-ið á dressum dagsins –

screen-shot-2016-12-03-at-13-31-32 screen-shot-2016-12-03-at-13-31-46

Ég veit að netabolurinn er á óskalista margra ..

screen-shot-2016-12-03-at-13-33-21 screen-shot-2016-12-03-at-13-42-51

Hönnun efnanna er einstök –

screen-shot-2016-12-03-at-13-43-35

Listaverk –

screen-shot-2016-12-03-at-13-44-06

Lookbookið fyrir línuna hefur ekki verið birt áður en hér getið þið flett í gegnum fleiri myndir, á heimasíðu Hildar.

Myndir: Eygló Gísladóttir
Módel: Kristín Lilja hjá Eskimo
Hár og förðun: Flóra Karítas

Áfram Ísland!

//

Hildur Yeoman new collection, Transcendence, is hitting the stores these days. I am a big fan of the designer and artist as my readers should already know.
You can see part of the new lookbook above – this hat needs to be mine! She will only have few of them and they are handmade in Iceland. The prints are like finest paintings as usual.
You will find the whole lookbook on hilduryeoman.com.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

AÐVENTUGJÖF #2

Skrifa Innlegg