fbpx

BLISSFUL – tónlist og tíska

FÓLKMUSIC

English Version Below

 

Söngkonan Svala Björgvinsdóttir og hljómsveitin Blissful gaf út tónlistarmyndband við lagið Find a Way fyrr í morgun. Ég mæli með að pressa á PLAY hér að ofan þar sem tónlist og tíska gefa okkur innblástur.

Eiginmaður Svölu, Einar Einarsson leikstýrði myndbandinu og að sögn Svölu var það toppteymi sem hjálpaði til við önnur verkefni – Dóttir Management sá um að ráða módelin, Stella Rósenkranz samdi dansana sem dansarar frá World Class dönsuðu.

“Við unnum með frábæru fólki að þessu videoi. Enda frekar metnaðarfullt og þá er mikiðvægt að hafa gott fólk með sér í liði.”

Svala, sem alltaf hugsar út fyrir boxið og fer sínar eigin leiðir, sá að sjálfsögðu sjálf um stíliseringu og það skín í gegn og heppnaðist vel. Undirituð var hvað spenntust að heyra meira um grímuna sem hún ber á andlitinu. Gríma sem gæti mjög auðveldlega verið eitthvað hátískudæmi, en svo er ekki raunin … lesið meira hér að neðan –


” Gríman er í raun og veru gylltar teiknibólur sem voru límdar ein og ein á andlitið á mér og með svona special effects lími. Það tók 4 klukkutíma að setja þær allar á og ég varð svo að vera með þær í 8 tíma tökudegi. Svo tók 3 tíma að taka þær af með sérstakri olíu. Ég gat bara drukkið vökva með röri því það var ekki hægt að opna munninn mikið með þetta allt límt á. En mér hafði langað svo lengi að vera með svipað lúkk og Pinhead úr myndunum Hellraiser en á svona fashion hátt og þess vegna ákvað ég að nota þetta lúkk. Begga hjá Mask Academi og Geiri gerðu förðun og hár. Þau gerðu með okkur Paper videoið líka og allt varðandi Eurovision. Ég hef unnið með þeim í mörg ár og við erum gott team. “

Tryllt!!

 

Áfram Blissful og áfram Ísland!

//

Go check out Blissful – new band with singer/fashion queen Svala. More: HERE

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

@elgunnars á Instagram – HÉR

HEIMSÓKN: LINDEX SS18

Skrifa Innlegg