fbpx

STÍLLINN Á INSTAGRAM: ANDREA

FÓLKSTÍLLINN Á INSTAGRAM

Við AndreA deilum ástríðu fyrir því að allir séu í sama liði. Konur eru Konum bestar er samstarf sem var hápunkur ársins 2017.

Það er eiginlega alveg stórskrítið að ég eigi eftir að taka Andreu mína í Instagram spjall. AndreA er besta tískuvinkona mín og ég hef unnið með henni á ólíkum sviðum síðustu ca 15 árin (já ég er 100 ára haha) ..
AndreA er fatahönnuður og dugnaðarforkur og að mínu mati ein af best klæddu konum landsins. Hún deilir gjarnan stíl sínum á Instagram og ég ýti á hjartað í hvert sinn. Ef þið eruð ekki að fylgja henni, þá mæli ég með að þið gerið það núna. <3

Yfirheyrslan ..

Hver er AndreA Magnúsdóttir?
Ég er fatahönnuður & verslunareigndi en ég á og rek ásamt manninum mínum verlsunina AndreA.
Ég er gift og á tvö frábær börn.
Ég vinn við það sem ég elska, að skapa &  vera innan um föt allan daginn og hjálpa konum við að finna rétt dress við rétt tækifæri. 

Hefur þú alltaf spáð í tísku og trendum?
Já ég hef alltaf spáð í tísku, fatnaði og skóm, þetta er áhugamálið mitt og atvinna. Ég er búin að lifa og hrærast í þessum heimi síðan ég var tvítug, ég hef alltaf unnið við tísku bæði sem hönnuður, innkaupastjóri & förðunarfræðingur. 


Hversu mikilvægur er klæðaburður í þínu fagi?
Klæðaburður skiptir öllu í mínu fagi… Ég klæði mig upp nánast hvern einasta dag en verð að viðurkenna að ég er mis töff þegar dagurinn er á enda …. Ég er alltaf að máta ný snið og nýjar pródótýpur þannig að eftir langan dag á saumastofunni þá lít ég stundum í spegilin og hugsa bara guð minn góður hahah í hverju kom ég í morgun ?
Ég á það líka til að fara óvart á kaffihús eða í bæinn með málbandið utan um hálsinn, þið pikkið kannski í mig ef þið hittið mig þannig í Hagkaup, það er ekki trend :)


Áttu þér einhverja tískufyrirmynd?
Ég á nokkrar vinkonur sem ég elska að ræða tísku við, fara með þeim á tískuvikur og aðra tísku hittinga, þær veita mér alltaf innblástur, ómetanlegur vinskapur.
Ef ég á að nefna einhverja erlendis þá Janka Polliani, norsk tískudrós sem ég mæli með að þið “followið” hún er með sjúklega flottan stíl sem höfðar til mín. Eins elska ég að fylgjast með tísku ritstjórum danska COSTUME Jeanette Madsen og Þóru Valdimars ( thora_valdimars ).


Hvað veitir þér innblástur?
Instagram, fólk, gamlar myndir og eiginlega bara allt í kringum mig, þegar maður vinnur við að skapa þá er maður alltaf að leita leynt og ljóst í kringum sig, innblásturinn getur komið frá ólíklegustu stöðum.

Must fyrir vorið?
Litir, allir regnbogans litir & litrík munstur.  Víðar buxur, stuttermabolir og flottur samfestingur. 

Hefur þú einhver tískutips fyrir ungar stúlkur?
Vertu óhrædd að klæða þig eftir eign sannfæringu, í það sem þú fílar, ekki pæla í hvað öðrum finnst, vertu þú, þannig líður okkur best og þannig erum við glæsilegastar.

Hvað er á döfinni?
Við erum nýbúin að opna eða flytja búðina okkar á Norðurbakka og erum pínu ennþá að koma okkur fyrir en erum á fullu að taka upp ferskar vorvörur.
Annars er bara full dagskrá framundan alveg fram á sumar en það er bara nákvæmlega eins og ég vil hafa það.  Áramótaheitið mitt síðustu ár er að gera meira af því sem mér þykir gaman, leika við vini mína, hlæja & safna minningum, ég ætla leggja mig alla fram við að standa við það :) 

——

Andrea er eins og gott rauðvín .. verður bara betri með árunum .. goals.
Takk fyrir að leyfa mínum lesendum að kynnast þér betur. Meira: HÉR og AndreA netverslun: HÉR

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

BLANCHE Í HÚRRA REYKJAVIK

Skrifa Innlegg