fbpx

Leit að ljósi hjá @kridola

FÓLKÍSLENSK HÖNNUN

Myndlistarkonan Kristín Dóra Ólafsdóttir stendur fyrir listasýningu í Boðefnagallerýi Systrasamlagsins um þessar mundir. Um er að ræða verk sem urðu til í samkomumanninu í vor – þau endurspegla hugarástand listakonu sem leitar að því fallega og góða þegar útlitið var dökkt. Það er við hæfi að fá að heyra í henni hljóðið á þessum tímapunkti og minna okkur í leiðinni á það að það birtir alltaf til. Við þurfum bara að leita að ljósinu …

Leit að ljósi er 6. einkasýning Kristínar Dóru – kristindora.com

 

Hver er Kridola?

Á instagram er glansmyndin @kridola blanda af listakonu, skvísu og mömmu. Ég er Kristín Dóra Ólafsdóttir, 28 ára gömul listakona og ég starfa líka með unglingum. Í fyrra eignaðist ég barn og er það mitt fallegasta listaverk. Ég nota samfélagsmiðla mikið til að koma listinni minni á framfæri, allt frá skissum til fullgerðra verka. Mest vinn ég með íslensku, málverk og skemmtileg orð.

 

Hvenær byrjaðir þú í bransanum og hvernig kom það til?

Ég lærði myndlist í Listaháskólanum og útskrifaðist með BA gráðu 2017 og MA gráðu í listkennslu 2019. Samhliða hef ég verið dugleg að halda sýningar og deila listinni minni á samfélagsmiðlum. Góð viðbrögð við skissum sem ég hef birt á instagram og twitter hafa hjálpað til, fólk virðist vera að tengja við orðin mín.

 

Framtíðarsýn?

Mér finnst gott að vera með marga hatta og vona að í framtíðinni finni ég jafnvægi milli hlutverkanna listakona, kennari, mamma, kærasta og vinkona. Allt í bland og nóg að gera.

Ég hvet fólk til að mæta á þessa litlu sýningu ef og þegar þið treystið ykkur til. En hugað er að öllum sóttvarnareglum í Systrasamfélaginu. Meira: HÉR

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

DAGSINS DRESS

Skrifa Innlegg