fbpx

STÍLLINN Á INSTAGRAM: GUMMI

FÓLKSTÍLLINN Á INSTAGRAM

Stíllinn á Instagram er liður á blogginu sem má ekki gleymast. Í þetta sinn heyrði ég í Gumma, ungum íslenskum tískuunnanda í Kaupmannahöfn sem ég hef fylgst með síðan að kærastan hans, Sigríðurr, byrjaði að blogga hjá okkur hér á Trendnet. Kynnumst honum betur hér að neðan.


Hver er GUMMI?

Gummi er 22 ára hönnunar – og markaðsfræði nemi í Kaupmannahöfn og er fæddur og uppalinn á Þingeyri. Hefur brennandi áhuga á sneakers, tísku og húsgögnum. 

Hefur þú alltaf spáð í tísku? Já, alveg síðan ég var í grunnskóla. 

Er hver dagur í lífi þínu útpældur þegar kemur að klæðaburði? Myndi ekki segja útpældur en ég hugsa oft á kvöldin hvað ég er spenntur að vera í einhverri tiltekinni flík daginn eftir. 

Afhverju INSTAGRAM? Lang besti samfélagsmiðilinn til að deila myndum úr lífi sínu og að ná að miðla til jafningja sinna. 

Uppáhalds flíkin þín? Sneakers frá Saint Laurent. 

Hvaða hlutar gætir þú ekki verið án? Veskið mitt frá Louis Vuitton er eitthvað sem fylgir mér á hverjum degi. 

Uppáhalds trend sumarsins? Skærir og klikkaðir Neon litir sem maður kemst bara upp með að vera í á sumrinn. 

Hvað veitir þér innblástur? Maður að nafni Stefagram17 á Instagram, hann er með rosalega flottan high-end afslappaðann stíl. Kanye West er maður sem þorir þegar kemur að tísku og það veitir mér innblástur á hverjum degi. 

Framtíðarplan? Klára námið sem ég er í núna og mögulega læra eitthvað meira í fatahönnun!

Og að lokum, áttu einhver tískutips fyrir íslenska stráka að taka til sín? Ekki að gleyma sér í hype-i, ég er sjálfur oft sekur um þetta. Stundum hefur komið fyrir að ég kaupi eitthvað bara útaf hype-i og sjái síðan eftir því. 

 

 

Það verður áhugavert að fylgjast með framtíð þessa unga frambærilega pilts. Áfram Gummi, og íslenskt fólk í hönnun og tísku.

Meira: HÉR (@mundurr)

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

POP UP PARTY

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. sigridurr

    7. July 2018

    <33333