Á ÓSKALISTANUM:

ÓSKALISTISNYRTIVÖRUR

Gleðilegan mánudag og áfram Ísland xx

Það er mikill mánudagur í mér í dag og er því tilvalið að gera eitt stykki óskalista og láta sig dreyma. Hér eru nokkrar vörur sem eru á óskalistanum mínum og flestar af þeim eru nýlegar á snyrtivörumarkaðinum.

L’ORÉAL – PURE CLAY BRIGHT MASK

Þetta er nýr maski frá L’oréal en þessi maski á birta, jafna út og gefa húðinni ljóma.. þetta hljómar alltof vel fyrir þreytta vetrar húð. Ég elska hina maskana frá L’oréal þannig ég er mjög spennt fyrir þessum.

L’ORÉAL – PURE CLAY BLEMISH RESCUE MASK

Þetta er líka nýr maski frá L’oréal en hann gerir eiginlega andstæðuna við gula maskann. Þessi maski á að hreinsa húðina mjög vel og hreinsa úr svitaholum. Ég hugsa að þessi og guli maskinn sé góð tvenna eða nota þá á sama tíma, sem sagt setja bláa á T-svæðið og gula á kinnarnar.

 

REAL TECHNIQUES – MIRACLE CLEANSING SPONGE

 

Ég er mjög hrifin af öllu sem við kemur því að hreinsa húðina og þessu er ég mjög spennt fyrir. Þetta er nýr svampur frá Real Techniques og er þetta svampur til þess að hreinsa húðina. Ég held að þetta sé æðisleg viðbót inn í húðrútínuna og sniðugt fyrir þá sem eiga kannski ekki hreinsibursta eða vilja prófa eitthvað nýtt.

 

 

BECCA FIRST LIGHT PRIMING FILTER

 

 

Ég er ekki mikið fyrir primer-a en ég er mjög spennt fyrir þessum því hann gerir allt sem ég vill að primer geri. Þessi primer á að birta til, gefa raka og skilja húðina eftir ljómandi og ferska. Becca er líka á leiðinni til Íslands en þið getið séð allt um það hér.

 

 

URBAN DECAY – 24/7 GLIDE-ON EYE PENCIL Í LITNUM SMOG

 

Ég elska augnblýantana frá Urban Decay, þeir eru silkimjúkir og haldast á mjög lengi. Mig langar að eignast einn brúnan með smá “shimmer” sem hægt er að nota dagsdaglega eða til þess að gera smokey.

 

FENTY BEAUTY PRO FILT’R FOUNDATION

Það er örugglega ekki búið að fara framhjá neinum sem fylgjast mikið með förðunarvörum að Rihanna var að gefa út snyrtivörulínu. Ég er búin að heyra mjög góða hluti um þennan farða og eiginlega alla línuna sjálfa. Þetta er mattur farði, á að haldast á allan daginn, olíufrír og á ekki að setjast í svitaholur heldur verður húðin óaðfinnanleg. Ég er mjög spennt fyrir þessum farða og sjá hvort hann uppfyllir allt þetta að ofantöldu. Rihanna á líka stórt hrós skilið en hún gaf út 40 liti, þannig það ættu allir að geta fundið sinn rétta lit.

 

FENTY BEAUTY – KILLAWATT HIGHLIGHTER Í LITNUM LIGHTING DUST/CRYSTAL

 

Rihanna gaf einnig út nokkra highlighter-a og aðsjálfsögðu er ég mjög spennt fyrir því. Þessi highlighter er tvískiptur en örðu megin er látlaus highlighter og hinum megin er highlighter-inn meira áberandi. Það er hægt að nota þá báða saman eða í sitthvoru lagi. Ég held að þetta sé snilld fyrir þá sem vilja eiga bara eina vöru og hægt að nota látlausa dagsdaglega og hinn á kvöldin, skemmtileg hönnun.

 

MILK MAKEUP – BLUR STICK

Þetta er mjög vinsæl vara frá Milk Makeup en þetta er primer stykki og þú einfaldlega rennir þessu yfir andlitið áður en þú setur á þig farða. Þetta á ekki að stífla svitaholur, leyfir húðinni þinni að anda og gerir yfirborð húðarinnar fallegt. Mér finnst þetta hljóma ótrúlega vel en ég er mjög hrifin af vörunum frá Milk Makeup og alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt.

 

GLAMGLOW VOLCASMIC MATTE GLOW MOISTURIZER

Þið vitið eflaust hvað ég elska GlamGlow Glow Starter en það er ótrúlega fallegt ljómakrem sem gott er að setja á húðina áður en maður setur farða. Þetta er andstæðan við það en þetta er matt ljóma krem og að matta húðina en gefa því samt ljóma án þess að vera glansandi. Ég held að þetta sé fullkomið fyrir þá sem eru með olíumikla húð eða setja þetta krem á sig ef maður er til dæmis að fara á árshátíð eða í brúðkaup. Ég er spennt fyrir þessu!

 

URBAN DECAY – EYESHADOW Í LITNUM BAKED

 

 

Síðan en alls ekki síst er það þessi gullfallegi augnskuggi frá Urban Decay. Ein af mínum bestu vinkonum átti afmæli um daginn og ég gaf henni þennan augnskugga í afmælisgjöf, hún var svo ánægð með hann að hún setti hann strax á sig um kvöldið og vá hvað hann er fallegur. Hún setti hann yfir allt augnlokið og blandaði honum síðan út, ótrúlega einfalt og flott.

 

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup 


*Færslan er ekki kostuð en inniheldur affiliate links

BÓLUBANI

HreinsivörurHÚÐRÚTÍNA

Ég ætla að segja ykkur frá vöru sem ég á alltaf til hjá mér en það er Mario Badescu Drying Lotion og er þetta einn besti bólubani sem ég hef kynnst. Ég er alltaf með þessa vöru í snyrtibuddunni minni og ferðasnyrtibuddunni minni, það er ekkert leiðinlegra en að fá bólu rétt fyrir helgi eða í fríinu. Þessi vara er ein mesta snilld sem ég hef kynnst og er ég búin að nota hana í meira en ár og gæti ekki án hennar verið.

 

*Vöruna fékk greinahöfundur að gjöf

Þessi vara hefur unnið til marga verðlauna fyrir máttinn sem hún hefur við það að láta bólur hverfa. Það sem þessi vara gerir er að hún vinnur hratt á bólunni og dregur óhreinindi úr húðinni. Þessi vara inniheldur allskyns efni sem vinna hratt á óhreinindunum, til dæmis Salicylic Acid, Sulfur og Zinic Oxide.

Til þess að ná sem bestum árangri þá mæli ég með að setja þetta á sig eftir kvöldrútínuna og sofa með vöruna. Síðan virkar þetta best ef bólan er orðin hvít, þetta virkar ekki ef bólan og óhreinindin eru ekki komin upp á yfirborðið. Varan er tvískipt en fyrst er vökvi og svo á botninum er varan sem þú setur á bóluna. Það þarf ekki að hrista vöruna fyrir notkun en ef svo gerist þá er ekkert mál að láta hana standa í smá tíma, þar til hún verður tvískipt aftur.

HOW TO:

Það er mjög auðvelt að nota þessa vöru en eina sem þú gerir er að taka eyrnapinna eða eitthvað slíkt og nærð í vöruna á botninum, því næst setur vöruna á bóluna.

 

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup 

 

Nótt & Dagur

HúðLífið Mitt

Svona af því ég er alltaf að tauta um húðrútínu og hvað það er mikilvægt að hugsa vel um húðina og hvað það er mikilvægt að gera greina mun á því hvernig hugsað er um húðina kvölds og morgna þá datt mér í hug að setja saman færslu með góðum ráðum um hvernig húðrútínurnar ykkar gætu verið fyrir nótt og dag…

lancomenótt&dagur

Fyrst um sinn langar mig að tala um afhverju það er mikilvægt að gera smá greinamun á því hvernig við hugsum um húðina kvölds og morgna. Húðin okkar starfar allt öðruvísi á þessum tímabilum dagsins. Á nóttunni er húðin okkar móttækilegri fyrir alls kyns næringu þar sem hún er í slökun því hún er ekki í stanslausri vinnu við að verja húðina fyrir utanaðkomandi áreiti sem er það sem hún gerir á daginn til að verja sig fyrir mengun og útfjólubláum geislum sólar t.d.. Þess vegna er tala um dagkrem og næturkrem. Dagkrem inniheldur sólarvörn til að verja húðina sem næturkrem gerir ekki því það er algjör óþarfi og þess í stað er það ríkara af næringarríkum efnum.

Hér fyrir neðan ætla ég að reyna að koma inná næringu, rútínu, þrif og svona aukalegt dekur sem húðinni er svo sannarlega ómissandi!

1. Húðhreinsun

Ég mæli sjálf með tvöfaldri hreinsun kvölds og morgna. Sjálf geri ég mér þó alveg grein fyrir því að það er kannski ekki gerlegt fyrir alla en ég hvet ykkur þó að reyna það og sérstaklega á kvöldin. Sjálf byrja ég á því að nota augnhreinsi, ná öllu af í kringum augun. Svo nota ég olíuhreinsi, olían leysir upp erfið óhreinindi svo sem vatnsheldar förðunarvörur, mengun og SPF varnir. Svo tek ég annað hvort Clarisonic burstann minn eða hreinsimjólk og þríf húðina aftur. Þá næ ég öllum óhreinindunum sem liggja dýpra inní húðinni og síðustu yfirborðsóhreinindunum. Svo tekur húðrútínan við. Á morgnanna ef ég hef ekki tíma fyrir tvöfalda húðhreinsun þá gríp ég í Miceallaire hreinsivatn (til hjá L’Oreal, Garnier, Lancome og Embryolisse hér á Íslandi) og strýk því í bómullarskífu yfir allt andlitið. Micellaire hreinsiagnirnar sjúga upp óhreinindi í húðinni og vatnið frískar uppá húðina um leið sem er tilvalið á morgnanna. Á nóttunni skilar húðin óhreinindi sem liggja djúpt inní húðinni upp á yfirborð hennar svo það þarf að hreinsa þau óhreinindi á morgnanna.

 2. Dagkrem vs næturkrem

Ég fór nú svo sem stuttlega yfir þetta hér að ofan. Næturkrem notum við á nóttunni, þau eru með meira af næringu og/eða virkum efnum en húðin er móttækilegri fyrir meiri næringu á nóttunni. Nætukrem eru með engum SPF vörnum sem er óþarfi á nóttunni. Dagkrem eru flest með SPF vörnum og ekki jafn mikið af virkum efnum eins og næturkremin. Þau eru þar af leiðandi yfirleitt léttari. Ég mæli alla vega með að konur noti sitthvort kremið þó mörg krem kallist 24 stunda krem og má nota bæði sem dag og næturkrem. Á myndinni hér fyrir ofan sjáið þið dag og næturkremin mín en ég bæti svo við serumi, augnkremi og olíum til að næra húðina enn betur.

3. Skiptið um koddaver!

Eins og ég segi hér fyrir ofan þá vinnur húðin okkar að því að skila óhreinindum sem liggja djúpt undir yfirborði hennar upp á yfirborð hennar á nóttunni. Þess vegna þurfum við að hreinsa húðina á morgnanan og þess vegna skiptum við reglulega um koddaver svo við séum ekki alltaf að velta andlitunum okkar uppúr þessum óhreinindum… ojj bara ;)

4. Skrúbba, skrúbba, skrúbba

Andlitsskrúbbar eru tilvaldir til að hjálpa húðinni að endurnýja sig. Með því að nota góða skrúbba örvið þið blóðflæði húðarinnar, þið losið burt dauðar húðfrumur svo húðin nái að halda sér heilbrigðari. Sjálf nota ég skrúbb svona 2 sinnum í viku og þá nota ég hann um leið og ég er búin að hreinsa húðina áður en ég set nokkurn raka á og munið áður en þið setjið andlitsvatn yfir húðina.

5. Andlitsvatn er ómissandi

Andlitsvatn er vara sem mér þykir ekki hafa fengið nægilega mikla athygli og vera nægilega vel útskýrt fyrir konum. En í grunninn þá opnum við húðina, svitaholurnar með hreinsum. Þegar hreinsuninni er svo lokið s.s. allt sem viðkemur hreinsun þar á meðal skrúbbum og hreinsimöskum, þá notum við andlitsvantið til að loka húðinni aftur svo húðin getur farið að starfa eðlilega á ný. Sjálf nota ég alltaf andlitsvatn og fyrir sjálfa mig er það ómissandi.

6. Olíur eru róandi og rakagefandi

Síðustu daga hefur kuldinn úti farið alveg svakalega illa með húðina mína. Hún er að þorna svo svakalega upp og ég er með mikla þurrkubletti hér og þar um andlitið. Mig klæjar og svíður undan þessum þurrk og það eina sem mér finnst svínvirka gegn þessum þurrki eru olíur. Svo á kvöldin svona 3 í viku hef ég verið að nota olíur á húðina mína. Olíuna ber ég á hreina húð eftir að ég hef notað andlitsvatn, mér finnst ég ekkert endilega þurfa að nota serum undir olíuna. Olían hefur róandi áhrif á húðina mína, hún dregur úr þessum tilfinningum með kláða og erting og þegar ég vakna morguninn eftir er húðin mín endurnærð og hún geislar!

7. Hugið vel að augnsvæðinu

Á morgnanna þykir mér ómissandi að nota augnkrem til að vekja húðina á morgnanna. Ég elska persónulega augnkrem sem eru borin á með stálkúlu því þær kæla augnsvæðið og draga þannig úr þrota. Svo á ég líka til að setja bara kremin mín inní ísskáp til að þau hafi kælandi áhrig á húðina. Augnkrem eru ekki bara fyrir eldri konur sem eru farnar að fá línur í kringum augun það geta allir notað augnkrem. Sérstaklega þegar þið eruð farnar að mála ykkur og farnar kannski að erta augnsvæðið sem er það viðkvæmasta á andlitinu. Með að erta þá meina ég að mála þau mikið, nota gerviaugnhár og hreinsa augnsvæðið í takt við það. Augnkrem eru ekkert bara til að draga úr hrukkum þau næra augnsvæðið og styrkja það fyrir áreiti. Á kvöldin bæti ég oft augnserumi við en það geri ég því það er farið að sjást aðeins betur á húðinni minni hvað hún er að verða fyrir miklu áreiti með öllum þessum förðunar tilraunum ;)

8. Dekrið við húðina

Ég er alltaf að tala um húðdekur og þá er ég að tala um maska. Ég elska að nota maska og ég elska að prófa nýja maska. Þegar húðin mín þarf búst, þegar ég horfi á svitaholurnar mínar fyllast af óhreinindum þá gríp ég alltaf í góðan hreinsimaska og ber yfir alla húðina. Svo yfirleitt eftir að ég klára hreinsimaskann þá næri ég húðina með rakamaska. Það geri ég því ég er með þurra húð og þannig næ ég að halda húðinni minni í góðu jafnvægi. Þegar við dekrum við húðina okkar þá erum við að gera henni svo gott, við erum að róa hana og næra og við erum að gera undirstöðuna fallegri. Andlitið okkar sem við sýnum öllum þarf stundum á dekri að halda og þetta er dekur sem ætti ekki að sleppa.

9. Hjálpið húðinni að slaka á á nóttunni

Stress er mikill áhrifavaldur þegar kemur að öldrun húðarinnar. Álag og stress sést mjög vel á húðinni og flýtir öldrun húðarinnar. Það er því okkar sem vinnum í miklu álagsumhverfi að huga vel að húðinni. Það sést alltaf vel á mér þegar það er mikið að gera hjá mér, hvort sem það er í einkalífinu eða í vinnunni. Þreyta, þroti, ljómamissir, rakatap og grár húðlitur er það sem gerist hjá mér og fleirum. Þess vegna er mikilvægt að undirbúa húðina vel fyrir kvöldin og fyrir nóttina til þess að hún nái að slaka á og nærast vel á nærignarefnunum sem við berum á hana.

10. Verjið húðina 

Mér þykir ómissandi að vera alltaf með eitthvað á húðinni á daginn þó ég sé ekkert máluð. Ég nota alltaf krem með sólarvörn í og svo nota ég litað dagkrem, stafrófskrem eða farða það er þá bara þegar ég mála mig. Með þessu fæ ég góða vörn gegn útfjólubláum geislum sólar (þó við sjáum þá ekki með berum augum þýðir það ekki að þeir séu ekki þarna) og með grunnförðunarvöru næ ég að verja húðina fyrir óhreinindum úr umhverfinu. Þetta er eitthvað sem ég hef alltaf ráðlagt og þá sérstaklega konum sem vinna í óhreinu umhverfi eins og t.d. í álverum og bara utandyra.

Ég gerði svo heiðarlega tilraun til að kortleggja húðrútínuna mína til að geta sýnt myndrænt hvernig ég hugsa um húðina á kvöldin. Mér datt svona kannski í hug að það væri auðveldara að skilja allt sem ég er að skrifa hérna um ef þið sjáið það svona svart á hvítu – eða svart á bleiku í þessu tilfelli.húðrútínanmín

Ég vona innilega að þessi færsla geti nýst ykkur og eins og alltaf tek ég fagnandi á móti spurningum hvort sem það er hér í athugasemdum, inná Facebook, í tölvupósti eða inná Snapchat.

Undirstaða fallegrar förðunar er heilbrigð húð í góðu jafnvægi – munið það!

Erna Hrund