Halló!
Ég er oft að tala um mikilvægi þess að hugsa vel um húðina en ég tel það vera mikilvægasta skrefið þegar kemur að förðun. Húðumhirða verður alltaf mikilvægari og mikilvægari eftir því sem maður eldist. Góð húðumhirða þarf ekki að kosta hálfan handlegginn eða nota 15 vörur til þess að hún sé góð. Þetta snýst allt um það að finna eitthvað sem hentar þinni húð og hvað virkar fyrir þig.
Mér finnst alltaf gott að hugsa húðumhirðu í skrefum, eins og til dæmis skref 1: taka farða af, skref 2: hreinsa húðina, skref 3 rakakrem/serum/olía og síðan enda á mikilvægu skrefi sem er augnkrem. Síðan er hægt að bæta við skrefum inn í þessa einföldu rútínu en um leið og maður byrjar að þrífa á sér húðina á hverju kvöldi þá getur maður ekki hugsað sér að fara sofa án þess.
Mig langaði hinsvegar í þessari færslu að tala um þetta seinasta og mikilvæga skref þegar kemur að húðumhirðu en það er augnkrem. Þetta er skref sem margir gleyma oft og eru kannski líka í vafa hvenær maður á að byrja að nota augnkrem. Mér finnst gott að miða við að byrja að nota augnkrem daglega þegar maður er 25+ en auðvitað hægt að byrja fyrr en nota þá mildari augnkrem.
Afhverju að nota augnkrem?
Húðin í kringum augnsvæðið er mun viðkvæmara en restin af andlitinu. Húðin á augnsvæðinu er þynnra, viðkvæmara og missir rakan fyrr heldur en restin af andlitinu. Þess vegna þarf þetta svæði oft meiri raka og virkni heldur en restin af andlitinu. Augnsvæðið er líka fyrsti staðurinn til að sýna ummerki öldrunar. Einnig með því að nota augnkrem getur þú unnið á dökkum baugum.
Hvenær á maður að byrja að nota augnkrem?
Það er gott að miða við 25 ára aldurinn en það er hægt að byrja hvenær sem er en þá mæli ég með að byrja á mildum augnkremum.
Hvernig á að nota augnkrem?
– Lítið í einu: Það þarf einungis lítið af vöru í einu á þetta svæði
– Nota baugfingur við ásetningu: Með því að nota baugfingur á þetta viðkvæma svæði kemur ekki eins mikill þrýstingur
– Finna augnkrem sem hentar þinni húð og þínum aldri
Ég tók saman nokkur augnkrem sem ég mæli með og finnst áhugaverð –
1. Shiseido Ultimune Eye Power Infusing Concentrate
Þetta er lúxus augnkrem eða réttara sagt þá er þetta ekki beint augnkrem heldur Concentrate. Concentrate nær mun dýpra inn í húðina heldur en krem eða serum. Það er hægt að nota þessa vöru því eina og sér eða með öðrum augnkremum. Þetta er líka tilvalið fyrir þá sem eru 25+ og eru að leita sér af augnkremi með virkni en með því að nota þetta með öðrum kremum þá margfaldið þið virkni þeirra. Kemur í veg fyrir fínar línur, dökka bauga og dregur úr þrota. Þetta er algjör rakabomba sem veitir 25 stunda raka og styrkir húðina um leið.
2. Le Lift Chanel
Lúxus augnkrem frá Chanel sem inniheldur tvöfalda virkni gegn fínum línum, dökkum baugum og andoxun fyrir húðina. Formúlan er sérsniðin til þess að þétta húðina og vinnur á fínum línum. Einnig vinnur þetta á þrota og dökka bauga. Þetta hentar vel fyrir þá sem eru að leitast eftir meiri virkni fyrir húðina.
3. Origins – GinZing – Refreshing Eye Cream to Brighten and Depuff
Þetta augnkrem er hannað til þess að setja á sig á morgnana, ótrúlega frískandi og má segja að þetta sé kaffibolli fyrir augnsvæðið. Þetta minnkar þrota, lýsir samstundis upp augnsvæðið með kísil og steinefnum. Frískar húðina og dregur úr sjáanlegri þreytu með Panax Ginseng og koffíni úr kaffibaunum. Dregur úr dökkum baugum en kremið er ferskjulitað á litinn og litaleiðréttir augnsvæðið og dregur úr dökku svæðunum með mangolia extract. Dregur úr þrota og hjálpar til við að draga úr einkennum streitu með með því að byggja upp náttúrulegar varnir húðarinnar með B vítamini og einni nærir það augnsvæðið.
Ég myndi segja að þetta augnkrem sé fullkomið fyrir byrjendur og þá draga úr þrota á morgnana. Þetta er líka æðislegt augnkrem fyrir förðun.
4. Clinique Moisture Surge Eye™ 96-Hour Hydro-Filler Concentrate
Rakagefandi gelkennt augnkrem sem veitir raka í 96 klst. Gefur ljóma og samstundis verður augnsvæðið verður bjartara og mýkra. Það inniheldur Aloe butter,Hyaluronic Acids(Ávaxtasýrur),koffín,grænt te. Hentar fyrir allar húðtýpur. Það er hægt að nota þetta augnkrem eitt og sér, undir farða eða sem augnmaska. Ef þið notið þetta sem augnmaska þá mæli með að setja vel af vörunni og leyfa þessu að vera í 3-5 mínútur.
5. The Body Shop – Vitamin E
6. Bobbi Brown
Augnkrem sem fer hratt og örugglega inn í húðina og gefur henni raka. Augnsvæðið verður mjúkt, slétt og endurnært. Hentar öllum húðtýpum. Þetta er rakabomba sem hentar bæði kvölds og morgna. Mér finnst þetta líka mjög gott augnkrem fyrir förðunarfræðinga til að eiga því þetta hentar öllum húðtýpum og gefur góðan raka.
7. Icelandic Relief Skyn Iceland
Augnkrem sem inniheldur öflugar stofnfrumur sem að örva frumbreytingu, draga úr dýpt á fínum línum, stinna húðina, draga úr þrota og bæta teygjanleika húðarinnar. Augnkremið er Saponaria Pumila sem er góð vörn við þremur af mestu vandamálum sem að við upplifum í kringum augun, sem er til dæmis þrútin húð, dökkir baugar og fínar línur. Saponaria plönturnar lifðu á ísöldina af með því að aðlaga sig nýju loftslagi og henta því vel íslenskri veðráttu.
8. GlamGlow
Þetta er annað augkrem sem er sérstaklega gert til að nota á morgnana. Þetta augnkrem birtir augnsvæðið samstundis, bjart og frísklegt útlit er ávinningur af þessu augnkremi.
9. Bio Effect
Endurnærandi og létt gel sem dregur úr hrukkum og fínum línum á augnsvæði og stuðlar að réttu rakajafnvægi húðarinnar. Það inniheldur EGF frumuvaka, prótín sem er náttúrulegt og vinnur gegn áhrifum öldrunar. Augnkremið er mjög þægilegt til ásetningar en það er stálrúlla sem maður dregur með fram augnsvæðinu og er því líka kælandi. Ég mæli með að geyma það inn í ísskáp til þess að draga en meira úr þroti og dökkum baugum.
10. MÁDARA
MÁDARA TIME MIRACLE Wrinkle Smoothing augnkremið er fyrsta kremið í heiminum með birkivatn sem grunn. Þetta dásamlega augnkrem enduruppbyggir viðkæma húð í kringum augun. Dregur úr fínum línum, þrota og dökkum baugum. MÁDARA eru lífrænar snyrtivörur og henta því vel viðkvæmri húð.
Takk fyrir að lesa xx
Guðrún Helga Sørtveit
Skrifa Innlegg