*Færslan er í samstarfi við Simple
Halló!
Ég fæ oft spurningar um húðumhirðu og reyni ég alltaf að ráðleggja eftir bestu getu. Ég er ekki snyrtifræðingur heldur förðunarfræðingur en ég hef verið dugleg að afla mér upplýsinga og hef ég brennandi áhuga á húðumhirðu. Þessi færsla heitir “húðrútína fyrir byrjendur” en það getur hver sem notað sér þessa rútínu og vörurnar sem ég ætla mæla með eða sett inn sínar vörur í þessa rútínu. Ég ætla að hafa þetta sem allra einfaldast en það er endalaust hægt að breyta og bæta inn skrefum.
Vörurnar sem ég mæli með fyrir byrjendur og hvern sem er, eru vörurnar frá Simple. Þær eru mjög góðar og á góðu verði sem er alltaf kostur. Ég er búin að vera nota Simple vörurnar núna í hálft ár og er ótrúlega hrifin af þeim. Mér finnst þær ótrúlega “simple” eins og nafnið gefur til kynna eða einfaldar í notkun. Vörurnar eru líka ilm og litaefna lausar sem mér finnst mikill kostur. Húðrútínan mín er þó aðeins flóknari og er ég alltaf að prófa nýjar vörur fyrir bloggið en það er alltaf einhver Simple vara í minni rútínu og eftir að hafa notað allar vörurnar í hálft ár þá get svo sannarlega mælt með þeim. Það er hægt bæta fleiri skrefum inn í þessa rútínu og fleiri vörum eftir því sem hentar manni.
Skref 1 – Taka farða af
Ef þú ert með farða á þér eða einhverjar snyrtivörur þá er ótrúlega mikilvægt að taka það af áður en við hreinsum húðina
Andlitsvatnið frá Simple hentar öllum húðtýpum, mjög rakagefandi, engin ilm- né litarefni, inniheldur andoxunarefni og B3 og C vítamín.
Sref 2 – Hreinsa húðina
Þegar við erum búin að taka í burtu farða og annað þá getum við loksins hreinsað húðina. Það er ekki nóg að nota bara andlitsvatn til að hreinsa húðina á kvöldin en er nóg á morgnana.
Andlithreinsir sem er 100% sápulaus, inniheldur engin ilm- né litarefni og gefur raka. Húðin manns verður ekki þurr eftir að maður notar þennan hreinsi, eins og margir hreinsar gera heldur gefur raka.
Skref 3 – Rakakrem
Gott rakakrem er lykilatriði að fallegri og ljómandi húð. Hvort sem þú ert með þurra, blandaða eða venjulega húð þá er mikilvægt að nota rakakrem. Rakakrem viðheldur rakanum í húðinni, kemur í veg fyrir fínar línur og gerir húðina ljómandi. Gott rakakrem er líka besti farðagrunnurinn (primer) að mínu mati, þannig ef þú á gott rakakrem þá þarftu ekki að eiga farðagrunn líka.
Rakakrem sem er algjör rakabomba og inniheldur SPF 15 sem er mjög mikilvægt, hvort sem það er vetur, sumar, vor eða haust. Þetta krem hentar vel fyrir 25 ára og eldri en Simple er einnig með annað krem sem er léttara.
Þetta er ótrúlega einföld rútína en eins og ég sagði að ofan þá er endalaust hægt að breyta og bæta við en mér finnst þetta mjög góð rútína til að byrja með, sérstaklega ef maður er að byrja eða langar bara í eitthvað einfalt.
Takk fyrir að lesa xx
Guðrún Helga Sørtveit
Skrifa Innlegg