*Vöruna fékk greinahöfundur að gjöf/samstarf
Halló!
Síðast liðið ár hef ég verið að vinna í því að fullkomna mína húðrútínu og hef verið að prófa mig áfram með allskonar efni. Húðin mín var byrjuð að versna mjög mikið og langaði mig bara að gera eitthvað fyrir hana. Ég fór að lesa mig til um allskonar efni sem eru góð fyrir húðina en var smá smeyk við að prófa, því ég vildi ekki að húðin mín myndi versna. Ég ákvað því að tala við Karin sem er eigandi Nola og fá aðstoð. Karin er algjör húðvörusnillingur, hún gaf mér lítinn fyrirlestur um allskonar efni og af hverju maður nota hitt og þetta. Eitt því sem hún kynnti mig fyrir var C vítamín en ég hef oft heyrt talað um það áður en einhvernveginn aldrei komist uppá lagið að byrja nota það. Eftir að ég fór og kynnti mér betur C vítamín varð ég alveg heilluð og ákvað bæta því inn í húðrútínuna mína.
Hvað gerir C vítamín fyrir húðina?
Töfraefnið C vítamín hjálpar til við að draga úr fínum línum, ör eftir bólur, birtir húðina og gefur heilbrigðara útlit. C vítamín er stútfullt af andoxunarefnum sem hjálpa frumunum okkar að haldast heilbrigðum. Einnig hvetur það húðina til framleiðslu kollagens og elastíns sem eru byggingarprótín í húðinni, en þau halda húðinni þéttri og stinnri. Bara hversu vel hljómar þetta? Magnað!
C vítamínið sem er búið að vera notkun hjá mér seinustu mánuði er Vitamin C 2 phase serum frá Pestle & Mortar. Serum-ið er skipt í tvennt og inniheldur þrjár tegundir af áhrifamiklu c vítamíni sem þéttir, birtir og mýkir húðina. Einnig jafnar varan út húðina og hvetur til kollagens myndunar.
Þetta er mögnuð vara og mér finnst ég svo fersk eftir að nota þetta, sérstaklega þessa dagna þegar húðin er extra þreytt og líflaus. Ég nota þetta á morgnanna og mjög mikilvægt að nota sólarvörn alltaf með. Ég er mjög hrifin af Pestle & Mortar merkinu og langar að prófa meira frá þeim.
Mig langar samt að vekja athygli á því að þetta hentar minni húð og ég mæli alltaf með að kynna sér vörur vel sem eru með virki áður en maður notar þær. Ég fékk æðislega þjónustu hjá Nola og leggja þær mikið uppúr því að veita góða þjónustu. Það er bara svo gott að fá kynningu frá fagaðila, hvernig á maður að nota vöruna, hvenær og hvernig. Síðan er líka alltaf sniðugt að fá prufu!
Takk fyrir að lesa og þið getið fylgst meira með mér hér @gudrunsortveit xx
Skrifa Innlegg