fbpx

RAKAGEL SEM HÆGT ER AÐ NOTA Á MARGA VEGU

SAMSTARF
*Færslan er unnin í samstarfi við Clinique

Ég verð að segja ykkur frá einni vöru sem er búin að vera í mikilli notkun hjá mér seinustu vikur. Þetta er Dramatically Different Jelly frá Clinique en þessa vöru fékk ég að gjöf í Köben þegar ég var á Estée Lauder Companies degi. Þar fékk ég að heyra allt um gelið og var strax mjög spennt fyrir því en þetta gel er núna loksins komið til Íslands og langar mig að segja ykkur aðeins betur frá því.

Það sem gerir þetta rakagel svo sérstakt er það að þetta er háþróuð vara frá Clinique sem á að vernda húðina gegn óhreinindum og mengun sem kann að finnast í umhverfinu en á sama tíma gefur þetta húðinni 24 stunda raka. Þetta styrkir einnig varnir húðarinnar og fer strax inn í húðina.

Það er hægt að nota rakagelið á marga mismunandi vegu. Til dæmis er hægt að nota þetta eitt og sér sem rakakrem, ég myndi þá sérstaklega mæli með þessu fyrir olíumikla húð ef maður ætlar að nota þetta eitt og sér. Síðan ef maður er með þurra húð er hægt að nota þetta sem serum og setja þetta á undan rakakreminu til þess að fá ennþá meiri raka. Það er hægt að blanda þessu við farða, til þess að fá rakameiri og léttari áferð. Einnig er hægt að nota þetta sem farðagrunn en með því að nota þetta á undan farða ertu að gefa húðinni raka og vernda hana um leið.

Þetta gel er algjörlega þess virði að skoða og mér finnst ótrúlega stór kostur að hægt sé að nota það á marga mismunandi vegu. Mig langaði einnig að benda ykkur á það að dagana 18-24. október eru Clinique dagar í Hagkaup. Í tilefni þess er 15% afsláttur af öllu frá Clinique og það fylgir kaupauki með ef verslað er fyrir meira en 7.900kr.

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

REAL TECHNIQUES POWDERBLEU X GUÐRÚN SØRTVEIT

Skrifa Innlegg