fbpx

FJÖLNOTA SKÍFUR Í STAÐ EINNOTA

HÚÐRÚTÍNASNYRTIVÖRUR
*Vöruna fékk greinahöfundur að gjöf/PR

Halló!

Ég er búin að ætla gera þessa færslu lengi núna en mig hefur langað að vekja athygli á þessu. Ég veit að margir nota oft einnota bómularskífur til að þrífa andlitið sitt, taka farða af með bómul, setja tóner á húðina með bómul og svo fleira. Mig langar svo að hvetja alla að byrja að minnka notkun á bómularskífum og nota frekar fjölnota. Ég er sjálf alltaf að reyna bæta mig og vera meðvitaðri að velja frekar umhverfisvænni kostinn. Þetta er lítið skref en hefur mikil áhrif og tala nú ekki um hvað maður sparar mikið á því að nota fjölnota. Úrvalið í dag af fjölnota bómularskífum er orðið svo flott og meira segja hægt að búa til sjálfur skífur ef maður kann til dæmis að hekla.

Þetta er eitt af mörgum skrefum sem hægt er að taka til að vera umhverfisvænni. Ég vil samt taka það fram að ég er ekki fullkomin og má bæta mig á mörgum sviðum en ég er þó allavega tilbúin og viljung til að gera betur, hvet ykkur til að vera með mér í þessu!

Það er eitt merki sem mig langar að deila með ykkur sem er nýlega komið til Íslands en ég er búin að fylgjast með því lengi á samfélagsmiðlum og hef alltaf verið á leiðinni að panta mér vöruna þeirra. Þessi vara heitir Face Halo og er stór skífa til að þrífa andlitið. Það þarf ekki neina sápu eða neitt, heldur bara vatn. Þetta er algjör snilld og sparar manni því helling. Ég nota þetta þó bara til að taka farða af mér og nota síðan andlitssápu til að þrífa andlitið. Ég fékk Beautybox að gjöf um daginn frá Beautybox og leyndist þessi vara í, ég var sjálf alltaf á leiðinni að kaupa mér hana þegar ég sá að hún væri komin til Íslands og ætla klárlega að fá mér fleiri. Mér finnst þetta svo mikil snilld og varð því að deila með ykkur!

 

Face Halo er ástralskt merki og var stofnað 2017 en á þeim stutta tíma hefur það unnið til fjölda verðlauna. Face Halo er hannað til að fjarlægja farða og/eða þrífa andlitið. Það þarf alls ekki að nudda fast andlitið með Face Halo heldur er þetta gert úr örtrefjum sem eru 100x minni en mannshár og fara því auðveldlega ofan í húðholur og djúphreinsar húðina. Það eru því engin efni sem koma við sögu sem er stór plús fyrir vandamála- og ofnæmishúð.

Ótrúlega mjúk og þægileg stærð á þessum skífum sem hægt er að þrífa andlitið með

Takk fyrir að lesa xx

Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

TOPP 5: MASKARAR

Skrifa Innlegg