fbpx

PÖKKUM SAMAN MEÐ ÞÓRUNNI ÍVARS

2021

Fyrsti í aðventu & við byrjaðar að pakka inn jólagjöfum … það er nú aldeilis.

Ég sem er alltaf á síðustu stundu. Ég gerði reyndar góð kaup á svörtum föstudegi en á ennþá nokkrar eftir. Það er líka bara partur af jólastemningunni að vera að vesenast í jólagjöfum í desember. En það er þó allavega gott að vera búin með einhverja pakka.

Ég fékk hana Þórunni Ívarsdóttur til að hjálpa mér að pakka inn jólagjöfum & það var virkilega gaman & skrautlegt … já þú verður eiginlega bara að horfa. Við spjölluðum & náðum að kynnast aðeins … komumst að þeirri niðurstöðu að við erum mjög ólíkar & myndbandið var algjört KAOS. Það var allavega hlegið mikið & ég skemmti mér konunglega 😆

Ég komst í algjört jólaskap á því að spjalla um jólin & hefðir við Þórunni á milli þess að borða piparkökur & sötra á kakói. Þú ferð bókað í jólagírinn líka.

Ég vona að þú sækir þér heitann kakóbolla & ýtir á PLAY.

KNÚS & gleðilega aðventu,

JÓLAGJAFAHUGMYNDIR FYRIR KIDS

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Elísabet Gunnars

    29. November 2021

    Skemmtilegt :)