fbpx

EINFALDUR BAKSTUR MEÐ FJÖLSKYLDUNNI

EFTIRRÉTTIR & KÖKURSAMSTARF

Ég elska að baka eitthvað einfalt þegar það er mikið að gera á aðventunni og það er sérstaklega þægilegt þegar börnin eru með í bakstrinum. Í samstarfi við Kötlu hef ég bakað nokkrar sortir frá þeim uppá síðkastið og þær eru allar svo gómsætar. Katla er með 10 girnileg kökudeig þetta árið og það er hvert öðru betra. Ég hef prófað lakkrískökur og súkkulaðibitakökur með smá twisti og svo bökuðum við fjölskyldan piparkökur og skreyttum. Mæli með að grípa með ykkur Kötlu deig í næstu búðarferð um helgina og baka með krökkunum :)

Lakkrís smákökur fylltar með karamellu og súkkulaði smákökur með hvítu súkkulaði og bismark brjóstsykri. Báðar tegundir svo góðar og ofur einfalt að útbúa!

Það er orðin ómissandi hefð hjá okkur að baka pipakökur og skreyta þær. Mér finnst glassúrinn svo frábær því hann er bæði þægilegur og inniheldur einungis náttúruleg litarefni. Bara það besta fyrir litlu krílin okkar. Börnunum finnst líka svo gaman að skreyta og baka piparkökurnar. Skemmtileg stund með þeim.

NJÓTIÐ SÍÐUSTU AÐVENTU HELGARINNAR!:)

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

HELGARKOKTEILLINN: JÓLALEGT EGGJAPÚNS

Skrifa Innlegg