fbpx

HELGARKOKTEILLINN: JÓLALEGT EGGJAPÚNS

DRYKKIRUPPSKRIFTIR

Nú í aðdraganda jólanna er afar notalegt að fá sér góðan og jólalegan kokteil. Mig hefur lengi langað að prófa að útbúa eggjapúns (e.eggnog) og nú lét ég loksins verða að því og nammi! Vá hvað þetta er góður og jólalegur drykkur. Eggjapúns er gert úr eggjum, sykri, rjóma, mjólk og viskí ásamt múskati og kanil. Ég toppaði drykkinn með smá chili og stjörnuanís og það passar sérlega vel með. Það er frábært að gera mikið í einu og eiga svo inn í ísskáp. Gæða sér svo á þessu á meðan þið pakkið inn gjöfunum eða undirbúið jólin í huggulegheitum. Það ætla ég allavegana að gera. Skál til ykkar!

Uppskrift gerir 4-6 drykki
4 egg
400 ml rjómi
300 ml mjólk
90 g sykur + 1 msk sykur
120 ml Maker‘s Mark viskí
½ tsk vanilludropar
½ tsk kanill
½ tsk múskat
Toppið með múskati, chilidufti og stjörnuanís (má sleppa)

Aðferð

  1. Skiljið eggjarauðurnar frá eggjahvítunum. Geymið eggjahvítuna til hliðar.
  2. Þeytið eggjarauður þar til blandan verður þykk og létt. Bætið sykrinum smátt saman og hrærið þangað til að blandan verður létt og ljós.
  3. Blandið rjóma, mjólk, vanilludropum, viskí, kanil og múskati saman við. Kælið.
  4. Þeytið eggjahvíturnar þar til þær verða smá flöffí. Bætið 1 msk af sykri saman við og haldið áfram að þeyta í smá stund þar til þær stífna aðeins en passið að þær verði ekki alveg stífar.
  5. Blandið eggjahvítunum varlega saman við blönduna. Hellið í könnu og geymið inn í ísskáp.
  6. Berið fram með klökum og stráið múskati og chilidufti yfir og skreytið með stjörnuanís. Njótið.

Mér finnst alltaf gaman að heyra frá ykkur ef að þið prófið! ;)

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & GÓÐA HELGI!

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

TACO MEÐ HUMRI & BEIKONI

Skrifa Innlegg