fbpx

LISTVÍETTUR – TIL STYRKTAR GÓÐU MÁLEFNI

2022

 

Hér höfum við Ólöfu Birnu Garðarsdóttur og Birnu Einarsdóttur eigendur Reykjavík Letterpress. Snillingar, fagurkerar og hæfileikabúnt! Kynnumst Letterpress betur í léttu spjalli og nýjasta samstarfverkefninu þeirra við Epal og Leif Ými … 

Reykjavík Letterpress varð 12 ára nú í haust og það er gaman að minnast þess að alveg frá upphafi höfum við leikið okkur með servíettuformið á ótrúlega fjölbreyttan og skemmtilegan hátt. Fyrir fyrstu jólahátíðina prentuðum við t.d. 20 mismunandi brot úr vinsælum jólalögum og röðuðum í pakka þannig að enginn við matarborðið fékk sama textabútinn. Ósjálfrátt brast fólk í söng og þá reyndi á að muna restina af textanum! Fyrir áramótin vorum við síðan með nokkurs konar áramótauppgjör, aftur voru það 20 mismunandi servíettur með texta sem hjálpaði til við að rifja upp ýmislegt frá árinu sem var að líða. Þá fékk hver og einn miða til að skrifa hjá sér markmið fyrir komandi ár – allt á léttu nótunum gert og við erum ennþá að hitta fólk sem segir þessa áramótamiða vera orðna ómissandi hluta af hátíðinni.

,,Hér um ræðir serví­ett­ur sem þjóna tvenns kon­ar til­gangi – ann­ars veg­ar í nota­gildi og hins veg­ar til að styrkja gott mál­efni, og það kunn­um við vel að meta. ” 
mbl: hér
Það hefur færst mikið í vöxt undanfarin misseri að við fáum beiðnir um að sérhanna og prenta servíettur fyrir hin ýmsu tilefni. Þessi látlausa og nytsama vara virðist henta sérstaklega vel í hverskonar fjáröflunartilgangi. Í því samhengi má nefna að fyrir síðustu jól tókum við höndum saman, Epal og Letterpress, og prentuðum hátíðarservíettur fyrir jólahátíðina og rann ágóðinn af þeirri sölu til Barnaspítala Hringsins. Virkilega vel heppnað og gjöfult samstarf sem fékk okkur til að færa hugmyndina á næsta stig og að þessu sinni fengum við til liðs við okkur myndlistamanninn Leif Ými sem er sannarlega listamaður orðaleiksins. Leif­ur út­skrifaðist frá Lista­há­skól­an­um og hef­ur haldið ótal sýn­ing­ar hér heima og er­lend­is. Eins hef­ur hann hlotið viður­kenn­ing­ar fyr­ir störf sín og eru verk hans í eigu safna og fjölda ein­stak­linga. Hann gefur verk sitt til málefnisins og tengir munnþurrkuna við þann skemmtilega leik að mata börn.
 
Hin fullkomna gleðigjöf sem gefur áfram …
Þú færð servíetturnar í epal & netverslun þeirra – hér.
Til hamingju með þessa nýju vöru.
ArnaPetra (undirskrift)IG @arnapetra

JÓLAGJAFAHUGMYNDIR FYRIR NÁNUSTU

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1