Hér höfum við Ólöfu Birnu Garðarsdóttur og Birnu Einarsdóttur eigendur Reykjavík Letterpress. Snillingar, fagurkerar og hæfileikabúnt! Kynnumst Letterpress betur í léttu spjalli og nýjasta samstarfverkefninu þeirra við Epal og Leif Ými …
Reykjavík Letterpress varð 12 ára nú í haust og það er gaman að minnast þess að alveg frá upphafi höfum við leikið okkur með servíettuformið á ótrúlega fjölbreyttan og skemmtilegan hátt. Fyrir fyrstu jólahátíðina prentuðum við t.d. 20 mismunandi brot úr vinsælum jólalögum og röðuðum í pakka þannig að enginn við matarborðið fékk sama textabútinn. Ósjálfrátt brast fólk í söng og þá reyndi á að muna restina af textanum! Fyrir áramótin vorum við síðan með nokkurs konar áramótauppgjör, aftur voru það 20 mismunandi servíettur með texta sem hjálpaði til við að rifja upp ýmislegt frá árinu sem var að líða. Þá fékk hver og einn miða til að skrifa hjá sér markmið fyrir komandi ár – allt á léttu nótunum gert og við erum ennþá að hitta fólk sem segir þessa áramótamiða vera orðna ómissandi hluta af hátíðinni.
Þú færð servíetturnar í epal & netverslun þeirra – hér.
Skrifa Innlegg