fbpx

7 LITRÍKAR HUGMYNDIR FYRIR HEIMILIÐ

HugmyndirRáð fyrir heimilið

Sumarið kallar á fleiri liti inn á heimilið – hvort sem það sé einfaldlega með ferskum blómum í vasa, kertum í skemmtilegum litum, ferskum púðum á sófann eða einfaldlega sumarlegan kaffibolla í þínum uppáhalds lit. Eða að fara alla leið og mála veggina í lit – ég lofa ykkur því að það er gott fyrir sálina að bæta lit í lífið:)

Málaðu loftið í björtum lit, sjáið hvað ljósblátt loftið fer vel við beige/gul litaða veggina –

Mála í bleiku er alltaf góð hugmynd –

Gylltur krani og gylltar höldur við þennan fullkomna græna lit er mjög gott kombó –

Þessi bleiki litur stelur allri athygli og er svo sannarlega eitthvað til að leika eftir –

Málaðir listar í lit er ótrúlega góð hugmynd, sjáið hvað þetta er fallegt!

Litrík rúmföt gleðja á þreyttum morgnum og auðveld leið til að bæta lit við heimilið –

Myndir : Svartahvitu Pinterest 

Málað inn í skápa er góð hugmynd og frábær leið til að fríska upp á gömul húsgögn –

Fallegt ekki satt ♡

NÝTT UPPÁHALD! GRINDUR Í BLÓMAVASA

Skrifa Innlegg