fbpx

NÝTT UPPÁHALD! GRINDUR Í BLÓMAVASA

Fyrir heimiliðHönnunMæli meðSamstarf

Grind í blómavasa er án efa ein mesta snilldin sem ég hef eignast og ef þið bara vissuð hvað ég hef beðið lengi eftir svona vöru. Algjört möst have fyrir alla sem elska fallega blómvendi og gerir blómagrindin þá bústnari og mikið flottari.

InVase blómagrindurnar fékk ég að gjöf en ég gæti ekki mælt meira með þeim og fást þær m.a. í Iittala búðinni, Vogue fyrir heimilið og í Epal.

“InVase er lítið fyrirtæki sem er staðsett í Malmö í Svíþjóð. David Neckmar blómaskreytir og stofnandi fyrirtækisins fékk þá sniðugu hugmynd að framleiða glærar grindur sem lagðar eru í botn blómavasa þannig að vendirnir verði aðeins bústnari og njóti sín sem best.”

Blómin á myndunum eru frá Samasem blómaheildsölu (opin fyrir öllum).

Það sem ég mun nota þessar grindur mikið, þessi í stærri vasanum er sveigjanleg og passar í marga ólíka vasa (ekki iittala) og sú minni er sérsniðin fyrir klassísku Aalto vasana og kemur í 3 stærðum.

Á fyrri myndinni má sjá hvernig blómin leggjast uppvið kantinn á vasanum og svo má sjá hvað þau raðast töluvert betur á seinni myndinni þar sem grindin er komin í.

– Smelltu hér til að sjá úrvalið frá InVase –

Takk fyrir lesturinn og eigið góðan dag:)

HEIMA HJÁ STOFNENDUM GANNI ER LJÓSBLÁR Í UPPÁHALDI OG MYNSTUR

Skrifa Innlegg