fbpx

DRAUMABÓK // DESEMBER

BækurÓskalistinn

Þá er ný bók komin á óskalistann minn og það er bókin Desember eftir uppáhalds Home & Delicious hjónin sjálf sem gera allt svo fallegt sem þau koma að. Desember er ljósmyndabók sem þau Halla Bára og Gunnar Sverris / Home & Delicious vinna í samstarfi við mæðgurnar Margréti Jónsdóttur, leirlistakonu á Akureyri, og Móheiði Guðmundsdóttur.

“Bókin er um desember, aðventuna og jólin – stemmningu, innblástur og hugmyndir fyrir þennan árstíma og fylgst er með mæðgunum eyða sínum desember. Einnig eru í bókinni rúmlega 20 uppskriftir sem Margrét og Móheiður nota til að fylla desemberdagana birtu og yl. Desember er bók sem mun verða tekin úr bókahillunni ár eftir ár.”

 

Þú getur verslað bókina í forsölu núna með því að smella hér. 

Hlakka til að næla mér í þessa bók!

BLEIK HILLA Í ELDHÚSIÐ EÐA SETJA Á HANA GYLLTAN SPEGIL

Skrifa Innlegg