fbpx

BÓKIN TIL AÐ EIGNAST: LÍFIÐ Í LIT

BækurÓskalistinn

Ein af fallegustu instagram síðunum sem ég fylgist með er hjá Guðrúnu Láru @gudrunlara en þar deilir hún með fylgjendum sínum einstökum myndum frá daglegu lífi, heimilinu sínu, myndum af fallegum blómvöndum og ýmsu öðru sem þykir fallegt – ég mæli svo sannarlega með því að fylgja henni. Það kom því skemmtilega á óvart að bókin sem situr efst á mínum óskalista í dag, Lífið í lit er einmitt þýdd af Guðrúnu Láru en bókin kom út á dögunum og fæst í flestum bókaverslunum landsins ásamt því að fást í Sérefni. Lífið í lit fjallar um liti, mikilvægi þeirra fyrir manninn og hvernig nota megi þá til að skapa gott og notalegt umhverfi. Hljómar aldeilis vel en undanfarið hefur verið mikil vakning um notkun lita á heimilum og hvíti liturinn er ekki ennþá allsráðandi eins og var fyrir nokkrum árum síðan, virkilega jákvæð og skemmtileg þróun.

“Í þessari bók ræðst litasérfræðingurinn Dagny Thurmann-Moe til atlögu við sífellt grárri tilveru okkar. Hún sýnir hvernig samfélagið, sem áður var litríkt og örvandi, hefur smám saman orðið litaleysinu að bráð og bendir á leiðir til að græða það lit að nýju. Dagny fjallar um litafræði og skoðar litanotkun á byggingum og opinberum stofnunum. Einnig kemur hún með dæmi um hvernig hægt er að nota liti inni á heimilinu og í klæðnaði og útskýrir hvers vegna litir eiga alltaf við, óháð stíl og tískustraumum.”

Það er eitthvað svo ótrúlega girnilegt við myndirnar sem Guðrún Lára tekur. Myndirnar hér að neðan fékk ég á instagram síðunni hennar @gudrunlara. Þessi færsla átti í upphafi aðeins að fjalla um bókina sem ég er svo spennt fyrir en ég get ekki annað en deilt þessari fegurð með ykkur í leiðinni.

Bókin verður mín á næstu dögum og ég hlakka til að sýna ykkur betur frá henni, þangað til þá getið þið kíkt yfir á instagram síðu Lífið í lit og hjá Guðrúnu Láru fyrir áhugasama.

Eigið svo góða helgi kæru lesendur,

Á ÓSKALISTANUM : ALVAR AALTO SKÁLAR Í RÓSAGULLI

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Þórunn

    22. October 2017

    Hæ! Má nota bókina til að fá hugmyndir að litapörun innan veggja heimilisins?

    • Svart á Hvítu

      24. October 2017

      Ég hef enn ekki flett henni, en ég geri svosem ráð fyrir því:)