Á ÓSKALISTANUM : ALVAR AALTO SKÁLAR Í RÓSAGULLI

HönnunÓskalistinn

Rósagylltu Alvar Aalto skálarnar frá iittala eiga hug minn allan þessa dagana. Fyrst þegar ég sá að þær voru væntanlegar fékk ég fiðring í magann því fallegar voru þær en á sama tíma var ég alveg róleg því ég hafði ákveðið að þær yrðu svo agalega dýrar að ég þyrfti engar áhyggjur að hafa að ég myndi láta freistast. Þær eru alveg ekta borðpunt eða “centerpiece” ef svo má kalla, og ekki skemmir fyrir að svo megi bera fram salat í þeim svona fyrir spariboðin – það er jú vissulega plús að puntið hafi notagildi. Skálarnar voru kynntar fyrr í haust sem partur af nýju Alvar Aalto línunni, en í henni mátti einnig finna skálar og vasa í nýrri útgáfu sem svipa til Savoy vasanna frægu og koma með ferskan andblæ í þessa klassísku línu. Alvar Aalto og iittala kynntu þó blómalaga formið uppúr árinu 1930 sem kom mér skemmtilega á óvart. Það eru jú alveg stórar fréttir þegar nýjar vörur bætast við í dag undir nafni meistara Aalto – eða það þykir mér að minnsta kosti. Hér er nefnilega á ferð klassík framtíðarinnar.

Ég er ein af þeim sem get endalaust á mig bætt þegar kemur að heimilinu – jafnvel þegar ég er búin að lofa Andrési mínum að núna hætti ég að koma heim með fleiri hluti fyrir heimilið. Haha – og hann trúði mér…

SUNNUDAGSINNLIT : DRAUMAHEIMILI Í GAUTABORG

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

  1. Guðrún Sørtveit

    18. October 2017

    Vá fallegar <3 Þær eru núna komnar á óskalistann minn haha!