fbpx

VERSLAÐ Í KÖBEN: HUGMYNDIR

HönnunVerslunarborgin

Ég tel niður dagana þangað til að ég kemst í mína langþráðu Kaupmannahafnar ferð, ég ákvað reyndar að kíkja aðeins í stutt helgarstopp og fara svo þaðan yfir til Stokkhólms á hönnunarvikuna. Tvær af mínum uppáhalds vinkonum búa í Köben og Stokkhólmi og verður þetta því alvöru vinkonuferð, eitthvað sem ég mætti gera svo miklu meira af. Ég bókaði mig reyndar aðeins út með handfarangur svo ég geri ekki ráð fyrir að versla mikið og ég fæ mögulega að sjá eftir því ef ég rekst á margar gersemar. Mig langar dálítið til þess að heimsækja nokkrar hönnunarverslanir ásamt því að ofarlega á listanum er að kíkja á góðan loppumarkað. Ef þið lumið á tipsum hvar bestu markaðina er að finna þá endilega skiljið eftir línu!

Hér eru topp 3 verslanirnar sem ég get ekki beðið eftir að heimsækja!

Normann Copenhagen

Flaggskipsverslun Normann Copenhagen í Kaupmannahöfn var nýlega endurhönnuð og er útkoman mögulega ein fallegasta verslun í heiminum. Normann Copenhagen er eitt fremsta hönnunarmerki dana og er verslunin skylduheimsókn fyrir hönnunaráhugafólk. Húmor, litagleði og ferskar hugmyndir einkenna vöruúrval Normann Copenhagen sem inniheldur ýmsar smávörur fyrir heimilið ásamt húsgögnum.

Østerbrogade 70, 2100 København

norman-copenhagen-flagship-store-denmark-showroom_dezeen_2364_ss_1-852x609

Hay House

Eitt af mínum allra uppáhalds vörumerkjum fyrir heimilið er hið danska HAY, en þrátt fyrir það hefur mér ekki enn tekist að heimsækja stoltið þeirra – HAY á Strikinu. Staðsett í hjarta Kaupmannahafnar þá ætti Hay flaggskipsverslunin ekki að fara framhjá neinum. Hay er eitt vinsælasta innanhússhönnunarmerkið í dag og er þekkt fyrir litríka og fallega fylgihluti og húsgögn fyrir heimilið.

Østergade 61, 1100 København K

3

Stilleben

Lítil hönnunarverslun staðsett á hliðargötu frá Strikinu sem stofnuð var af hönnuðum Omaggio vasanna frægu og því má gera ráð fyrir smekklegu úrvali í versluninni. Hér má finna einstakt úrval af hönnunarvörum, skarti, prentverkum og keramík. Ég held að þessi verslun muni hitta mig beint í hjartastað.

Niels Hemmingsensgade 3, 1153 København K

stilleben

Ég óska einnig eftir hinum ýmsu Kaupmannahafnar tipsum! Hvað er möst do í Kóngsins Köben? Janfvel líka í Stokkhólmi ef út í það er farið:)

svartahvitu-snapp2-1

INNLIT: MEÐ TRYLLTAN MYNDAVEGG

Skrifa Innlegg

12 Skilaboð

 1. Rakel

  19. January 2017

  Ómægod hvað ég væri til í svona (barnlausa) stelpuferð!!

 2. helga jóhanns

  19. January 2017

  mæli með því að borða brunch/lunch á atelier september – lítið krúttlegt kaffihús / veitingastaður á gothersgade – bara rétt hjá strikinu! fæ ekki betri brunch!

 3. Berglind Halla

  19. January 2017

  Ég mæli innilega með Louisiana safninu ef þú hefur tíma. 45 mín. lestarferð frá Cph

 4. Erla

  19. January 2017

  iss þú getur alltaf bókað töskuna með seinna, allt að klukkutíma fyrir flugferðina heim með wow allavega ;)

 5. Kbhavner

  19. January 2017

  Kokteilar á Lidkøb, duck and Cave eða 1656 á Vesterbrogade .
  Já eða Strøm i indre by?

 6. Kbhavner

  19. January 2017

  Maur á oehlenschlægersgade og designdelecatessen á Frederiksberg alle

 7. Kbhavner

  19. January 2017

  Og dansk á istedgade

 8. Fjóla Finnbogabogadóttir

  23. January 2017

  Borða á Papirøen! Svona street food stemmning, geggjað!!