fbpx

DIY // REGNBOGI Í BARNAHERBERGIÐ

BarnaherbergiDIY

Regnbogi í barnaherbergið er tilvalin hugmynd fyrir næsta DIY verkefni og það þarfnast ekki mikilla teiknihæfileika við verkið. Myndin hér að neðan er vissulega af vegglímmiða frá Studio Loco, sem fæst m.a. hjá Smallable en undanfarin ár hafa regnbogar í allskyns ólíkum formum notið mikilla vinsælda sem sést t.d. í vinsælum staflanlegum tré regnbogum sem finna má í flestum barnaherbergjum í dag ásamt regnboga óróum. Algjört æði ef þú spyrð mig!

Hægt er að mála regnboga í öllum stærðum á veggina og hægt að leika sér endalaust með litasamsetningar, láttu hugmyndaflugið ráða för eða leyfðu jafnvel litlum aðstoðarmönnum að hjálpa til.

Mynd // A Beautiful Mess

– Smelltu hér til að sjá frekari leiðbeiningar hvernig regnboginn hér að ofan var gerður – 

Regnbogar geta verið í öllum litum og einnig hægt að hafa litaþema, allt í bleikum pasteltónum eða jafnvel grænum og bláum pasteltónum fyrir strákaherbergi?

Ef allt klikkar þá er einfaldlega hægt að mála stóra sól yfir listaverkið haha – elska samt þessa mynd hér að ofan ♡ Ég gæti vel hugsað mér að leika mér smá með pensilinn í herbergi dóttur minnar en to do listinn er að verða ansi langur af verkefnum sem mig langar að spreyta mig á – regnbogi hefur nú bæst við ♡

Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu

AUGNAKONFEKT // JÚLÍ

Skrifa Innlegg