fbpx

SUMARFRÍ HEIMA MEÐ BÖRNIN – YFIR 40 HUGMYNDIR

DIYHugmyndirPersónulegt

Í sumarfríi með börnin þarf stundum að finna upp á skemmtilegri og nýrri afþreyingu til að hafa þetta dálítið spennandi þrátt fyrir að vera bara heima og reynir þá á hugmyndaflugið. Ég er með börn á aldrinum 2 og 7 ára svo þarfirnar þeirra eru ansi ólíkar en þó náum við þrjú oft saman í einhverskonar föndri eða skapandi dundi svo ég reyni að gera sem mest af því og mæli mikið með að skapa minningar á þann hátt.

Hvaða skemmtilega (heima) afþreying fyrir börn er í uppáhaldi hjá ykkur?

Hér má sjá pappakassahúsið sem við vorum að búa til við Bjartur og Birta, ótrúlega einfalt og skemmtilegt föndur sem hægt er að útfæra á milljón vegu. Jafnvel bara með einföldum skókassa og líka að gera hús fyrir dótakalla eða t.d. sveitabæ fyrir lítil plastdýr er góð hugmynd. Ég fékk stóran kassa gefins þegar ég átti leið í Epal í vikunni og spurði hvort þau ættu til utan af húsgagni… þau héldu það nú:)
Sjá video af húsagerðinni hér: www.instagram.com/svana.svartahvitu
Hér eru svo enn fleiri hugmyndir!

Oft þurfa þessi yngri þó ekkert meira en bara smá vatn, hér er mín skotta að þrífa fyrir mig ávextina og gat dundað sér heillengi yfir því alsæl. Það var líka mjög gaman hjá okkur að bleyta chia fræ og lita með matarlit og búa til umhverfi fyrir risaeðlur og playmokalla umlukið vatni og múslí steinum. Börnin mín gleymdu sér heillengi yfir því dúlleríi, en það má sjá mynd af svipuðum leik í myndasafninu hér að ofan.

Vona að þið eigið góða helgi!

HEILT ÁR SYKURLAUS !

Skrifa Innlegg