fbpx

MARS ÓSKALISTINN – VORIÐ ER KOMIÐ

Óskalistinn

Ég elska vorið og síðustu dagar hafa aldeilis minnt okkur á hvað það eru dásamlegir tímar framundan. Ég er byrjuð að huga að allskyns vorverkum og get varla beðið eftir að það hlýni örlítið meira til að fara að eyða löngum stundum úti í sitthvað dúllerí og nokkur verk sem framundan eru á lóðinni. Það fyllist líka alltaf svo vel á orkubirgðirnar mínar þegar vorið mætir og því finnst mér um að gera að nýta hana vel í vorverkin hvort sem þau séu úti eða inni.

Eins og alltaf þá eru ýmsir hlutir sem heilla augað og ég tók saman nokkra í vorlegum fíling. Fatnaður, snyrtivörur, skart og ýmislegt fyrir heimilið. Bland af því besta ♡

// 1.  Avókadó bók með geggjuðum uppskriftum, frá Epal // 2. Íslensk list á veggina, þetta verk er eftir Áslaugu Írisi og er frá Listval. // 3. Íslensk dúnamjúk rúmföt frá Ihanna home í Skyrta mynstrinu eru æðisleg. // 4. Blómaveggfóður frá Sérefni er eitthvað sem mig dreymir um að skreyta herbergið hennar Birtu með. // 5. Perluhálsmenið frá By Lovísa er svo gordjöss, langar afskaplega mikið í eitt slíkt. // 6. Hvítir strigaskór eru alltaf ofarlega á mínum óskalista þegar vorið mætir, þessir eru frá Andreu og eru þægilegustu skór sem ég hef átt. // 7. Anna von Lipa litrík glös eru draumur í dós, ég á nokkur og vantar fleiri í safnið. Epal. // 8. Bleikur kjóll – afþví að bleikt gerir allt betra. Frá Andreu. // 9. Mac Locked Kiss ink gloss er á óskalistanum í sumarlegum lit. //

// 1. Smashbox Halo kinna og varalitur í sætum lit, mig langar mikið að prófa þennan! // 2. Royal Copenhagen páskaeggin eru svo falleg. Epal og Kúnígúnd. // 3. Sumarleg og sæt peysa frá Andreu. // 4. Thé Matcha ilmurinn frá Le Labo eru möst að finna. Mikado. // 5. Klassísk perlufesti frá By Lovísa. // 6. Blómavasi frá Fritz Hansen. Epal. // 7. Dolce vasinn frá Anna Thorunn er svo flottur, ég fékk hann nýlega í gjöf og elska þessa hönnun. Fæst m.a. í Epal, Ramba og Litlu Hönnunarbúðinni. // 8. Gallabuxur – vá hvað það er erfitt að finna góðar gallabuxur og þigg ég því öll meðmæli um mjúkar gallarbuxur sem eru klæðilegar og með flottum rassvösum. (Ég get ekki buxur með litla vasa og langt á milli) þið skiljið sem skiljið…;) // 9. Essie í vorlit ahh já takk, þessi lavendar litur er æðislegur. //

Eigið góðan dag! ♡

HIN FULLKOMNA ÍBÚÐ - HEIMA HJÁ BALDRI KRISTJÁNS LJÓSMYNDARA

Skrifa Innlegg