fbpx

Í TÍMARITUM

PersónulegtTímarit

Það bættist örlítið við tímaritabunkann í vikunni en í gær kom inn um lúguna rjúkandi heitt Glamour sem ég ætla að lesa í góðu næði um helgina. Fyrir blaðið að þessu sinni þá tók ég m.a. viðtal við Trine Andersen stofnanda danska hönnunarmerkisins Ferm Living ásamt því að taka saman falleg kerti fyrir öll komandi kósýkvöldin, ég mæli svo sannarlega með því að næla ykkur í eintak…

Screen Shot 2015-11-11 at 11.03.00

Svo kom einnig nýtt Home Magazine út á dögunum en þau kíktu í heimsókn til mín fyrir stuttu síðan og mynduðu nokkra uppáhalds hluti ásamt því að sýna brot af heimilinu. Ég fæ kannski að birta nokkrar myndir úr því við tækifæri, ég náði að troða flestum af mínum uppáhaldshlutum með þó svo að þeir séu ekki beint tilgreindir, en sá allra uppáhalds er auðvitað Betúel minn sem bjargaði mér frá því að deyja úr stressi í myndatökunni… þær eru nefnilega ekki minn tebolli!

Screen Shot 2015-11-11 at 11.03.13

Þriðja blaðið bættist svo við bunkann núna í morgun en það hefur mögulega ekki farið framhjá ykkur að jólablað Bo Bedre er komið út og það er skyldueign að margra mati, svo ótrúlega fallegt og mikið af góðum hugmyndum. Ég stalst aðeins til að fletta því í morgun en ég fæ að geyma það þar til vinnuvikan er búin:)

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.4211

BÓHEMÍSKT HEIMILI TÍSKUBLOGGARA

Skrifa Innlegg