fbpx

BÓHEMÍSKT HEIMILI TÍSKUBLOGGARA

Heimili

Hvernig hljómar nú að kíkja í heimsókn til tískubloggara í dag? Hún Maria Karlberg býr hér ásamt dóttir sinni en heimilið sem er að mestu leyti svart hvítt er þó nokkuð hlýlegt því stíllinn er klárlega undir bóhemískum áhrifum en þó í dempaðri litum en einkenna oft stílinn. Luktirnar, skeljaskreytti lampinn, plönturnar, feldurinn og bastkörfurnar búa til stemminguna en svo fer ekki framhjá okkur falleg ljósmynd á veggnum frá Love Warriors, en það er reyndar efni í sérfærslu svo fallegar vörur frá því merki og það er sko bóhem alla leið og ó svo fallegt. Kíkjum á þetta fallega og látlausa heimili…Screen Shot 2015-11-04 at 14.42.00

Hér er myndin sem ég er að tala um, en Rökkurrós er með Love Warriors á Íslands, -mæli með að kíkja við. Screen Shot 2015-11-05 at 21.32.49

Að henda gæru yfir stól er eitthvað svo einfalt en gerir þó mikið fyrir rýmið.

Screen Shot 2015-11-04 at 14.45.10Screen Shot 2015-11-05 at 21.37.41 Screen Shot 2015-11-05 at 21.39.46

Það hafa verið gerðar fjölmargar DIY útgáfur af svona bastkörfuljósi, einföld, ódýr og sniðug hugmynd!

Screen Shot 2015-11-04 at 14.44.45

 Sumir raða betur í skóskápinn sinn en aðrir…

ikea_hemmahos_mode_inspiration_2 Screen Shot 2015-11-04 at 14.39.59Screen Shot 2015-11-05 at 21.33.22 Screen Shot 2015-11-04 at 14.40.11

Þessi bréfpoki er líka frá Love Warriors, en takið eftir hurðinni sem er notuð til að afmarka litla vinnuaðstöðu.

Screen Shot 2015-11-04 at 14.40.30 Screen Shot 2015-11-04 at 14.41.12

Plöntur, plöntur, plöntur… það sem þær gera mikið og sérstaklega fyrir svona látlaus heimili. Ég fagna því mjög mikið að góður vinur minn var að byrja að vinna í stórri plöntuverslun og eitthvað ætla ég mér að blikka hann:)

Screen Shot 2015-11-04 at 14.41.48

Borgarveggspjöldin fást t.d. hjá Winston Living

Screen Shot 2015-11-04 at 14.42.32 Screen Shot 2015-11-04 at 14.43.11ikea_hemmahos_mode_inspiration_1

Þessi mynd hér að ofan er frá Ikea livet hemma síðunni þessvegna er hún svona óvenju “litrík”, en þó frá heimili Mariu.

Screen Shot 2015-11-04 at 14.49.04

Það er stæll á þessari píu, ef þið hafið áhuga á að sjá meira þá smellið þið hér.

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.4211

ÞRÖNGT MEGA SÁTTIR BÚA!

Skrifa Innlegg