fbpx

NÝTT GLAMOUR !

PersónulegtTímarit

Í dag fékk ég inn um lúguna hjá mér rjúkandi heitt Glamour sem ég ætla að lesa um helgina. Þemað að þessu sinni er brúðkaup og þó svo að ég sé ekki í brúðkaupshugleiðingum þá hef ég engu að síður mjög gaman af svona efni:) Fyrir þetta blað þá tók ég saman hugmyndir að skreytingum ásamt brúðkaupsgjöfum sem slá pottþétt í gegn. Ég rakst svo á flotta Boston grein frá Trend-Andreu okkar og ég er ekki frá því að mig langi alltof mikið aftur til Boston núna! Ég verð nú líka að segja að ég er hrikalega sátt með forsíðuna að þessu sinni en haldið þið ekki að það sé svona fallegur appelsínugulur köttur sem skreyti hana ásamt eiganda sínu, -hinni hæfileikaríku Salvöru Menuez.

12991970_10154755602358332_145245416_o

 

 

Fína plakatið sem blaðið liggur á er eftir Heiðdísi Helgadóttur 

12991831_10154755601683332_1888487187_o

Ég mæli með þessu blaði xx

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42111

FÖSTUDAX - FEELING GOOD

Skrifa Innlegg