fbpx

CHANEL HÁTÍÐARFÖRÐUN

BEAUTYSAMSTARF CHANEL

Chanel hátíðarförðun.

Hátíðarlína Chanel heitir DEMANDER LA LUNE og er gullfalleg. Vörurnar og umbúðirnar er það fyrsta sem grípur augað en hugsað er út í hvert einasta smáatriði.  Litapallettan er fullkomin og línan hefur að geyma hinn fullkomna rauða varalit.

Marine frá Chanel París og Stefanía tóku á móti okkur á Reykjavík Edition og kynntu fyrir okkur allar nýjungar frá merkinu. Hin hæfileikaríka Kolbrún Anna farðaði okkur svo með nýju vörunum, þvílíkur draumadagur.

Það var ansi ljúft að setjast í stólinn hjá Kolbrúnu og fá förðun og einkakennslu en við völdum í sameiningu litina sem hún notaði.  Augnskugga pallettan heillaði mig upp úr skónum, allir litirnir eru fallegir og ég hef notað hana óspart bæði fínt og hversdags enda litir sem auðvelt er að blanda saman.

Mín förðun:

Augnskuggapalletta:  937 OMBRES DE LUNE

Varalitur: Hinn fullkomni rauði litur: 834 ROUGE ALLURE L’EXRAIT
Eitt trix sem hjálpar til þegar maður er með rauðar varir er að vera með vel nærðar varir undir.  Ég sef alltaf með varasalva og reyni að halda vörunum sem mýkstum.  Einnig set ég oft varasalva áður en ég varalita mig til að fá sem besta útkomu.

LESTU LÍKA: CHANEL VARASALVI – DRAUMUR Í DÓS

Púður: ÉCLAT LUNAIRE litur 887- OR ROSE

Maskari: NOIR ALLURE – 10 
Maskarinn þykkir og lengir og er auðveldur í notkun.  Umbúðirnar eru líka augnayndi en maður þarf rétt að ýta á lokið til að það smellist upp og opnist.

 

Til að næra og gefa húðinni gyltan ljóma settum við svo CHANEL N5 The Gold Body Oil en það setti punktinn yfir i-ið.
Olíuna settum við á háls bringu og hendur.  Fullkomið til að setja á leggina þegar það sést í þá.

Allar vörurnar frá Chanel fást í Hagkaup og í snyrtivöruversluninni í Glæsibæ.

xxx
AndreA
IG@andreamagnus

JÓLABORÐ DEKKAÐ MEÐ SVÖNU & ANDREU Í EPAL

Skrifa Innlegg