fbpx

CHANEL VARASALVI – DRAUMUR Í DÓS

BEAUTYCHANEL

 

Varasalvar eru nauðsynlegir, ég er ein af þeim sem er með þá í öllum vösum, töskum & á náttborðinu.  Það skiptir öllu að varirnar séu vel nærðar sérstaklega ef maður ætlar að vera með varalit og bara yfir höfuð þá skiptir það máli, þurrar varir eru bara óþægilegar punktur.
Ég sat á kaffihúsi með vinkonum mínum (algjörum skvísum) fyrr í sumar þegar önnur þeirra veiddi varasalvann sinn upp úr töskunni, setti á sig og smellti honum svo á borðið.  Það var þessi hér ….

Ég viðurkenni að ég féll fyrst fyrir umbúðunum, gat ekki hætt að hugsa um hann og var mætt með hann á kassann í Hagkaup daginn eftir.  CHANEL hydra beauty takk fyrir <3

Núna er ég skvís eins og Guðrún vinkona mín ;)
Varasalvinn er þunnur, mjög nærandi með mjög mildum sætum ilm (ekki mikil lykt), auðvelt að setja hann á og helst vel.  Hann er glær, góður einn og sér en ég hef líka sett hann yfir varaliti.
Mæli með 💋

xxx
AndreA

Instagram @andreamagnus

FERÐA OUTFIT

Skrifa Innlegg