fbpx

FERÐA OUTFIT

DRESSFERÐALÖGLÍFIÐSAMSTARF

Halló úr lestinni einhvers staðar á milli Kaupmannahafnar & Gautaborgar 👋

Mér finnst ekkert mál að pakka, geri það alltaf bara rétt áður en að ég fer að sofa, mögulega búin að hugsa nokkrar samsetningar og ákveða óljóst hvað fer í töskuna en pakka samt alltaf á síðustu stundu og kem svo við niðri í búð á leiðinni út á flugvöll í ca 95% tilfella 😅.  JÁ það er stundum næs að eiga búð og stundum mega næs að hún sé í HFJ á leiðinni til KEF.

Það er eitt sem ég stoppa samt alltaf við og á oft erfitt með að ákveða….. Í hverju á ég að vera á ferðalaginu /í fluginu? 
Í dag er ég t.d. að fara sitja í allan dag, fyrst í flugi til CPH og þaðan fer ég svo í 3,5 klst lestarferð til Gautaborgar að horfa á fótbolta ⚽.
Oft hef ég valið að ferðast í pilsi eða síðkjól og strigaskóm bara af því að það er svo ótrúlega þægilegt en í dag valdi ég mjúkan jogging galla & tók sénsinn á að vera í hvítum… æ mér finnst svart bara ekki gera neitt fyrir mig þessa dagana en anyway… Hvítur joggaristrigaskórderhúfa & trench coat = PERFECTO 👌
(Ég verð þó að taka það fram að derhúfan er uppseld en kemur aftur í águst/sept & strigaskórnir vinsælu er væntanlegir bara á næstu dögum aftur.)

Kápan var einmitt það sem ég sótti niður í búð í nótt, hún var nýkomin og mig langaði svoooo í hana enda búin að bíða spennt í ca 6 mánuði.  En það sem ég elska við þessa rykfrakka / trench coat er að þeir passa við nákvæmlega allt, bæði við jogging gallann og við meira glam tilefni, þegar ég ætla t.d. fínt út að borða.Flíkurnar, töskurnar (nema ferðataskan), og derhúfan eru allt frá AndreA, ég get næstum því sagt að ég sé í eigin merki frá toppi til táar, ég geri það vonandi einn daginn🤞
Daginn sem ég hanna skó, vonandi kannski, mögulega einhvern tímann 😉 aldrei að segja aldrei!


Skrifstofa dagsins & hvíti gallinn enn þá hreinn ♡
xxx
AndreAInstagram @andreamagnus

32 DRESS Á 3 DÖGUM

Skrifa Innlegg