MUST HAVE SNYRTIVÖRUR Í TÖSKUNA

SNYRTIVÖRUR

 

Ég var að fara í gegnum töskunar mínar um daginn og fór að skoða snyrtivörurnar sem ég tek alltaf með mér. Þetta eru snyrtivörur sem mér finnst gott að hafa með mér í skólatöskunni eða töskunni minni sem ég tek með mér á fundi og að stússast. Það er ótrúlega mismunandi hvaða vörur ég tek hverju sinni en grunnurinn er yfirleitt alltaf sá sami. Ég tek samt ekki alltaf alla þessa hluti með mér en yfirleitt eitthvað af þeim.

 

 

VARASALVI – Mér finnst alltaf gott að vera með varasalva með mér. Það er svo óþægilegt að vera þurr á vörunum og svo finnst mér líka gott að hafa varasalva uppá það ef að vinkona mín fær varaþurrk.

PÚÐUR – Púður er eitthvað sem ég tek alltaf með mér en það er aðallega bara uppá það að ef ég byrja að glansa, því ég er með olíumikla húð. Þá er gott að geta gripið í púður og púðrað þá staði sem ég er glansandi á. Ég nota það samt ekki alltaf en gott að vera með til öryggis.

BURSTI – Ég er alltaf með einn bursta en ég nota alltaf bursta með púðrinu.

GLOSS – Nude, basic gloss er eitthvað sem ég er alltaf með í töskunni minni eða ég er reyndar oftast með svona sjö. Það er gott að geta gripið í eitthvað ef maður er að drífa sig út og gleymir að setja eitthvað á varirnar.

RAKASPREY – Þetta er algjör snilld að hafa í töskunni sinni. Rakasprey er frískandi og dregur úr þreytu. Ég var mikið þetta í sumar þegar ég var að fljúga og það var mjög notalegt í löngum flugum að spreyja aðeins á sig.

AUGNHÁRALÍM – Þetta verður maður alltaf að hafa, ef maður er mikið gerviaugnhár. Það er ekkert leiðinlegra en þegar augnhárið losnar skyndilega og þú getur ekki lagað það.

ÞURRSJAMPÓ – Það er alltaf gott að vera með þurrsjampó með sér, sérstaklega ef maður er að fara eitthvað annað eftir skóla eða vinnu og vill aðeins laga hárið.

Ég keypti mér mér líka þessa æðislegu tösku frá Nike í gær og er mjög ánægð með hana. Hún er alveg svört og klassísk en hún mun koma sér mjög vel þegar ég er að stússast yfir daginn.

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup 


*Allar umfjallanir um vörur eða annað kemur frá mér sjálfri og gef ég alltaf hreinskilið svar

BOSTON PT.2:

LÍFIÐ

 Ég ákvað að deila með ykkur aðeins fleiri myndum frá Boston ferðinni minni. En í byrjun september fór ég ásamt kærasta mínum til Boston, Massachusetts. Ástæða ferðarinnar var aðallega vegna þess að Kanye West var að spila í TD Garden í Boston. Ef þið viljið lesa meira um ferðina þá gerði ég færslu um Boston ferðina um leið & ég kom heim – þið getið lesið hana hér!

Allavega mig langaði bara að deila með ykkur fleiri myndum úr ferðinni.

njótið

x

img_4937.jpg

img_5371.jpg img_4928.jpg img_4941.jpgimg_4963.jpg img_5004.jpg img_5433.jpg img_5027.jpgimg_5629.jpg img_5083.jpg img_5291.jpg img_5150.jpg img_5667.jpg img_5656.jpgEndilega fylgist með mér á Instagram: @sigridurr, & einnig á SnapChat undir nafninu siggamaggasigridurr3

BOSTON: SAINT PABLO TOUR

LÍFIÐ

Þar seinasta föstudag fór ég & Gummi kærasti minn til Boston. Aðal ástæða ferðarinnnar til Boston var vegna þess að Kanye West var með Saint Pablo Tour í Boston.

Tónleikarnir voru í TD Garden. En fyrir tónleikana biðum við, ég & Gummi í röð í sirka einn og hálfan klukkutíma eftir Saint Pablo Merch-i, en það var algjörlega þess virði. Ég nældi mér í 2 stk síðerma boli. En Gummi hinsvegar keypti aðeins meira af merch-i. Stemningin þarna var ótrúleg & virkilega skemmtileg. Tónleikarnir voru geðveikir! Eiginlega bara ólýsanlegir. Kanye West er ótrúlegur live. Sviðið, sviðsmyndin & ljósasjóið var ótrúlegt. Algjörlega ógleymanleg upplifun.

Það sem stendur mest upp úr í þessari ferð eru tónleikarnir. Það er eiginlega bara erfitt að lýsa þessari reynslu eða tilfinningu. En þetta var allavega bestu tónleikar sem ég hef farið á  & ótrúleg upplifun! Og ég held að fullkomna orðið yfir tónleikana er bara ólýsanlegt & kannski soldið súrrelískt einnig.

Boston hinsvegar var æðisleg. Veðrið var alveg frábært! Ég er mjög hrifin af Boston & hef komið þangað einu sinni áður & er alltaf yfir mig hrifin. Það er æðislegt að versla í Boston, allt frekar ódýrt & mikið úrval. Boston er einnig mjög falleg borg & er hún oft talin vera mjög evrópsk & ég er mjög sammála því.

Ég er virkilega ánægð með þessa ferð & vona að þið njótið með mér myndirnar úr ferðinni. Einnig getið þið farið inn á Instagramið mitt @sigridurr. Þar pósta ég myndböndum af Saint Pablo tónleikunum & einnig fleiri myndir úr ferðinni.

x

sigridurr

img_4895.jpg img_4901.jpg img_4956.jpg img_4907.jpg img_5035.jpg img_5072.jpg img_5080.jpg img_5086.jpg img_5016.jpg img_5010.jpg img_5002.jpg img_4958.jpg img_5109.jpg img_5121.jpg img_5129.jpg img_5223.jpg img_5151.jpg img_5378.jpg img_5358.jpg img_5282.jpg img_5307.jpg img_5411.jpg img_5429.jpg img_5422.jpg img_5442.jpg img_5607.jpg img_5594.jpg img_5641.jpgEndilega fylgist með mér á Instagram: @sigridurr, & einnig á SnapChat undir nafninu siggamagga

Köln Triangle

LÍFIÐ

English Version Below

Fyrir helgi birti ég myndir á Instagram þegar við fjölskyldan létum loksins verða að því að kíkja í útsýnisturn hér í Köln. Við völdum okkur fallegan dag fyrir heimsóknina því vorblíðan var dásamleg. Eftir að ég birti myndina þá fékk ég póst frá tveimur lesendum sem eru á leið til Köln í sumar og það er eiginlega ástæða þess að ég ákvað að setja upplýsingarnar hér líka. Ég mæli með því fyrir alla sem heimsækja borgina að gera sér ferð í Köln Triangle Panorama – útsýnispallur sem staðsettur er á skemmtilegu svæði í beinni línu við Dómkirkjuna frægu, hinu megin við Rínarfljótið. Við hliðiná útsýnispallinum er Rínar garður sem ég kom inná á blogginu fyrir ári síðan.
 IMG_5727

Gunni
Sólgleraugu: Mads Norgaard, Bolur: Bob Reykjavík, Buxur: Nudie, Skór: New Balance

Alba
Kjóll: Mango, Leggings: H&M, Skór: F&F

IMG_5726IMG_6160

Ég
Sólgleraugu: Céline, Hálsmen: Hildur Yeoman, Bolur: Monki, Buxur: AndreA Boutiqe, Skór: Converse

Manuel
Samfestingur: Name It, Húfa: Zara Home

//

If you visit Cologne on a sunny day and wonder what to do – I recommend that you go to the sight seeing tower. It is called Köln Triangle Panorama and you find it on the top of a round building, you won’t miss it.
The family had a cosy day in Köln with sightseeing, playing in Rhein Park and casual dinner at Vapiano.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

KALIFORNÍU ÆVINTÝRIÐ PART 2

KALIFORNÍAPERSÓNULEGTTRAVEL

Hér er seinni hlutinn af Kaliforníu ævintýrinu – en fyrri hlutinn er hér.

San Francisco, Los Angeles og Las Vegas, Nevada.

Ég vona að þið hafið gaman af myndunum! Eins og ég sagði í fyrra blogginu, endilega skrifið til mín ef þið hafið einhverjar spurningar varðandi staðina :-)

IMG_4946

Tók skyndiákvörðun og skellti mér til San Francisco

IMG_4956

Chinatown í San Francisco sem er elsta kínahverfið í N-Ameríku og stærsta kínverska samfélagið fyrir utan Asíu

IMG_4959

Morgunmatur á Mama’s, gömlum fjölskyldureknum stað og margverðlaunuðum. Er nokkuð viss um að þessar pönnukökur verði aldrei toppaðar!

IMG_4961

Fallega borg.. <3

IMG_4971

IMG_4973

IMG_4979

Processed with VSCOcam with c1 preset

Mótorhjólatúr upp og niður brekkur San Fran. Mér leið smá töffaralega þarna!

IMG_5007

Þessar brekkur eru ekkert grín

IMG_5012

Fékk slökkviliðsmanninn til að brosa fyrir myndavélina

IMG_5017

IMG_5020

Processed with VSCOcam with f2 preset

Lombard Street

IMG_5029

Gestgjafarnir frábæru sem voru í San Fran að þróa appið sitt Blend In

IMG_5126

Golden Gate Bridge – virkilega flott

IMG_5150

.. og líka virkilega há! Það örlaði fyrir lofthræðslu hjá mér þegar ég stóð þarna

10245486_10203140927101367_2312454299846040714_n

IMG_5186

IMG_5227

IMG_5244

Komin aftur til LA

IMG_5263

Melrose

IMG_5279

Rúntuðum um Hollywood Hills og skoðuðum risa húsin þar. Rákumst á Tracee Ross, dóttur Diönu Ross, úti að labba með hundinn sinn. Stelpurnar voru mjög starstruck, meira en ég enda hafði ég aldrei heyrt um konuna. Ég var hins vegar ágætlega starstruck þegar við lentum á spjalli við Jake Gyllenhaal á veitingastað seinna um kvöldið. Einhverra hluta vegna voru stelpurnar rólegri yfir því. Ætli ég þurfi ekki að fara að kynna mér Tracee Ross betur!

IMG_5317

City lights

IMG_5336

IMG_5327

The Ivy – óendanlega fallegur veitingastaður í Beverly Hills. Maturinn var líka dásamlegur.

IMG_5232

Elli B-day boy og María Birta buðu í grill og eina ameríska súkkulaðiköku. Ég var í sykursjokki næstu klukkutímana.

IMG_5349

Gömlu vinirnir sameinaðir og á leiðinni til Las Vegas

IMG_5356

IMG_5360

Ótrúleg borg, ef borg má kalla. Mér fannst þetta bara eins og risastór skemmtigarður fyrir fullorðna.

Processed with VSCOcam with m5 preset

Sundlaugin á hótelinu

IMG_5414

IMG_5423

IMG_5446

Ég var í stíl við The Cosmopolitan hótelið þar sem allt glitrar og glansar

IMG_5455

Bellagio gosbrunnarnir

IMG_5525

Ein af u.þ.b. 100 kapellum sem við sáum þegar við keyrðum um Vegas

IMG_5375

Hótelið, MGM Grand

IMG_5513

IMG_5554

Komin aftur til LA og beint á Zuma beach í Malibu.. heaven

IMG_5595

IMG_5235

Umami Burgers

Processed with VSCOcam with c1 preset

James Franco

IMG_5611

Michael Jackson á Hollywood Boulevard

IMG_5633

Skelltum okkur í mjög óvænta göngu upp að Hollywood skiltinu og slógumst í lið við skemmtilega karaktera. Gangan endaði á því að vera um 40 mínútur upp í 37 stiga hita og sem betur fer var eitt okkar sniðugt og skellti sólarvörn með í bakpokann. Þessi mynd er tekin yfir borgina hinum megin við Hollywood skiltið.

IMG_5640 IMG_5646

IMG_5654

Allt í einu stóðum við fyrir ofan hið fræga Hollywood skilti. Mjög skemmtilegt að fara aðrar leiðir og að standa svona nálægt skiltinu. Ég tala nú ekki um útsýnið þarna uppi.

Processed with VSCOcam with m5 preset

Processed with VSCOcam with c1 preset

Beint á the Standard Hollywood eftir erfiða göngu!

IMG_5697

IMG_5699

IMG_5710

Icelandic Music Export og þessar vinkonur sameinaðar

IMG_5725

IMG_5755

Þóttumst þreyttar á öllum pokunum

IMG_5769

Eyglóin mín

IMG_5761

IMG_5786

Fallegur blómagarður á Sunset Boulevard

IMG_5764

IMG_5789

<3

IMG_5778

Síðasta kvöldið og allt komið ofan í tösku

IMG_5803

Á heimleið

5 vikur af eintómri snilld, óvæntum uppákomum, skyndiákvörðunum, skemmtilegu fólki og fullt af sól!

xx

Andrea Röfn

ÍSLAND – BEST Í HEIMI!

ALMENNTFRÉTTIR

Untitled 3 Untitled 4 Untitled 5 Untitled00 Untitled 6

Eins og sönnum Íslending sæmir þá fylltist ég stolti er ég horfði á nýjustu auglýsingu tæknirisans Apple, en þar leikur landið okkar fagra stórt hlutverk.
Ferðabókahöfundinum Chérie King er fylgt eftir um heiminn með Ipadinn við hönd þar sem hún fangar sín móment og deilir þeim á samskiptamiðlunum.
Í einni klippunni skrifar hún status á Facebook með orðunum: „Iceland was great“ en það er ekki hægt að biðja um betri auglýsingu (!)

Klikkið á PLAY ef þið eruð forvitin og stollt eins og ég :

Ísland – Best í heimi!

xx,-EG-.

KALIFORNÍU ÆVINTÝRIÐ PART 1

KALIFORNÍAPERSÓNULEGTTRAVEL

Ferðalagið mitt um Kaliforníu var eitt stórt ævintýri. Þar sem lítið sem ekkert var planað gerðust skemmtilegir hlutir hver á fætur öðrum og ég hitti áhugavert fólk á hverjum degi. Eftir 5 vikur af sófa-flakki, heimsókn til þriggja nýrra borga og eina útilegu kom ég heim í rúmið mitt og rútínu og er rétt svo núna að ná sólarhringnum aftur til baka. En minningabankinn er orðinn stútfullur og vinalistinn stærri. Hérna er fyrri parturinn af uppáhalds myndunum mínum úr ferðinni…

IMG_4415

LAX

IMG_4449

Alls staðar voru drykkir í krukkum

IMG_4453

Venice beach er engu öðru lík

IMG_4455

IMG_4482

IMG_4485

IMG_4486

IMG_4499

IMG_4504

Melrose Trading Post – flóamarkaður á allt öðru leveli en aðrir flóamarkaðir sem ég hef farið á. Jiminn eini, hann fær sér bloggfærslu.

IMG_4433

Komst í mini-rækt nokkrum sinnum. Ekkert í líkingu við World Class en þetta varð að nægja!

IMG_4535

3rd street promenade í Santa Monica

IMG_4611

IMG_4647

Þarna eyddi ég mörgum stundum með góðu fólki <3

IMG_4658

Sushi kids á Hollywood Boulevard

IMG_4659

IMG_4679

Uppáhalds máltíðin mín og nýjasta æðið. Avocado með tómötum, basiliku, salti, pipar og olíu. Fæ vatn í munninn við tilhugsunina.

IMG_4684

Þetta fannst mér skemmtileg stjarna á Hollywood Boulevard

IMG_4695

Sigraði Runyon Canyon í frábærum félagsskap. Skemmtilegasta workout sem ég hef gert og útsýnið á toppnum var rosalegt.
IMG_4714

Við vinkonurnar á leiðinni út á lífið

IMG_4745

Road trip í Palm Springs útilegu.

Processed with VSCOcam with t1 preset

Processed with VSCOcam with c1 preset

IMG_4785

IMG_4770

IMG_4771

IMG_4774

IMG_4778

IMG_4901

Processed with VSCOcam with c1 preset

Processed with VSCOcam with f2 preset

Processed with VSCOcam with f2 preset

IMG_4909

IMG_4828

IMG_4852

IMG_4893

IMG_4877

Bara risaeðla á bensínstöð, allt rosalega eðlilegt

IMG_4914

Í mikið notuðum kjól úr Weekday og maxi peysu frá Filippu K

Processed with VSCOcam with t1 preset

TOMS, svo fallegt kaffihús í Venice, tekið í bakgarðinum. Kaffi, djúsar og TOMS vörur til sölu.

Processed with VSCOcam with m3 preset

Morgunæfing á Santa Monica beach

Ég hlakka til að sýna ykkur fleiri myndir! Endilega skrifið comment hér að neðan eða sendið mér póst ef þið hafið einhverjar spurningar eða pælingar varðandi LA – ég ætti að vita sitthvað um borgina eftir 5 vikna dvöl.

xx

Andrea Röfn

Pakka niður…

Lífið Mitt

Ég hef aldrei á ævinni verið jafn fljót að pakka niður. Þetta þarf ég að gera oftar að vera bara búin að ákveða allan klæðnaðinn og þá þarf ég ekkert að vera í stressinu úti að velja í hverju ég á að vera eða vera í stressi að ná í búðir að versla föt. Eina innkaupamission ferðarinnar er að finna almennilegan skóbúnað. Mínir fínu vetrarskór dóu um daginn þegr bókstaflega allur botninn fór undan öðrum þeirra. En ég hef 6 daga til að finna skónna svo ég næ því vonandi og rúmlega það ;)

Núna er ég líklega að lenda í Kaupmannahöfn og á leiðinni inní bæinn og þarf að drepa tíma áður en ég get tékkað mig inná hótelið sem ég get ekki fyr en klukkan 3. Svo ég ætla að nýta dauða tímann til að koma mér fyrir á einhverju þæginlegu kaffihúsi með wifi ;)

pakka pakka2 pakka3 pakka4 pakka5 pakka6 pakka7 pakka8Það voru tvær flíkur sem voru keyptar sérstaklega fyrir ferðina á síðustu stundu – bókstaflega! Hvíti blazerinn hér að ofan er fullkomin flík sem ég á eftir að nota mikið á næstunni, sérstaklega í sumar. Planið er að klæðast honum í kvöld á Fashion Blogger Awards yfir BettyBlue samfestinginn HÉR. Þetta var eina dressið sem var ekki tilbúið og það var að fara með mig að vera ekki reddí með öll dressin. Hann er á 7990 kr og er líka til svartur – ég verð eiginlega að eignast hann líka….

Svo er það kápan á neðstu myndunum sem er nýja ástin mín. Þessi verður góð í kuldanum í Kaupmannahöfn en þar sem hún er svona ljós yfirlitum þá verður hún aðeins hressandi fyrir skammdegið. Kápan er á 16990 kr – gjafaverð að mínu mati.

En ég var líka að fá að vita það í gær að ég fæ að fara í heimsókn í showroom hjá einni af minni uppáhalds verslun – sem er einmitt hér á Íslandi. Ég er vandræðalega spennt nákvæmlega jafn vandræðaleg og ég verð þegar ég rekst á Stine Goya baksviðs á sýningunni hennar – það verður eitthvað!! Jebb ég fæ að fara á Stine Goya sýninguna en ég er eiginlega lang spenntust fyrir henni en hún er uppáhalds danski hönnuðurinn minn <3

EH

Betty Blue

Ég Mæli MeðFallegtLífið MittNýtt í Fataskápnum

Samfestingar hafa lengi heillað mig en ég hef bara aldrei fundið neinn sem henar mér. Yfirleitt er það þá efnið í flíkinni sem mér finnst ekki henta mér.

Það styttist í utanlandsferð hjá mér – vinnuferð sem mig hefur lengi dreymt um að fara í. Á morgun mun ég kjafta frá en m.a. þá liggur leið mín á mjög skemmtilega verðlaunaafhendingu. Til að koma í veg fyrir að ég myndi leggjast í sjálfsvorkunarkast yfir að hafa ekki tekið með neina ákveðna flík til að vera í þetta kvöld fór ein slík heim með mér úr ferð í Smáralind á föstudaginn. Loksins fann ég samfesting sem hentar mér!

betty3 betty4

Betty Blue nefnist þessi gersemi og fæst í Vila á litlar 12900 kr sem er mjög lágt verð fyrir samfesting – alla vega miðað við þá sem ég hef verið að máta undanfarið. Efnið er mjög skemmtilegt – það er gróft og eiginlega eins og það sé lauslega prjónað. Inní efnið tvinnast smá lurex tvinnar sem gefa þessum einfalda samfestingi glitrandi áferð eins og sést betur á myndinni hér fyrir neðan.

betty2

 

Ég fór ekki bara með eina flík heim úr Vila heldur kom þessi peysa með líka – síð, þykk og fullkomin. Hún kom í þremur litum, þessi sem ég er í er uppseldur en hún er til svört og steingrá. Hún seldist nánast bara upp sama dag og hún kom – en ég er alveg með það á hreinu hvenær það koma nýjar vörur í uppáhalds búðina mína og það eru greinilega fleiri.

betty

Þessi verður ofnotuð og kemur líka með út. Ég ákvað að treysta ekki á að geta farið í mikið búðarráp úti og ætla því að taka með mér út dress fyrir hvern dag.

Eins og er vantar mig dress fyrir einn dag í viðbót en ég held ég sé komin með það eftir Smáralindarferð dagsins. Ég verð svo löngu búin að pakka fyrir þessa ferð áður en ferðadagurinn rennur upp – þetta er hálfvandræðalegt. Reyndar er ég bara fegin að verða búin með það, þá get ég einbeitt mér að öðru. Já ég er bara þannig að ef ég veit ekki í hverju ég á að vera þá getur allt farið í fokk – stundum er ég svona skrítin.

EH

Sumarfrí á Vestfjörðum

Lífið MittTinni & Tumi

Helgin hjá okkur fjölskyldunni var fullkomin í alla staði! Við ferðuðumst vestur vegna ættarmóts hjá Aðalsteini sem var haldið á Reykjanesi. Við komum við á Drangsnesi sem er uppáhalds staðurinn okkar á landinu, þar á vinafólk tengdaforeldra minna hús sem þau fá stundum lánað og við nýttum tækifærið og fórum fyr af sað til að heimsækja þau.

Mig langaði að deila með ykkur nokkrum myndum sem voru teknar um helgina:)

SONY DSCKrúttlegur moli í bakpoka sem mamma hans átti <3SONY DSCNáttúrupottarnir á Drangsnesi eru dásamlegir!SONY DSCSætur moli á DrangsnesiSONY DSCFallegir feðgar í VatnsfirðiSONY DSCVantsfjörðurSONY DSCMægðin á 6 mánaða afmæli Tinna SnæsSONY DSCVillt mynta sem vex við gömlu sundlaugina á ReykjanesiSONY DSCEin fjölskyldumynd <3SONY DSCÞað er svo fallegt á Vestfjörðum!

Ég elska að ferðast um Ísland og vestfirðirnir eru í uppáhaldi í augnablikinu – við erum búin að lofa hvort öðru því að vera duleg að ferðast innanlands með Tinna Snæ.

EH