fbpx

SUNNUDAGUR Á SEYÐISFIRÐI

LÍFIÐ

Æi ég elskaði svo mikið að vakna hér í dag.

Sunnudagur á Seyðisfirði og hér drakk ég fyrsta bolla dagsins, ekki slæmt útsýnið og við tókum sólina með okkur. Hún er að reyna að brjótast í gegnum skýin þegar þessar myndir voru teknar. Þið sem fylgist með hér á Trendnet vitið hversu mikið Helgi okkar Ómars hefur dásamað uppeldis bæinn sinn, Seyðisfjörð, og ég var því mjög spennt að fá að koma hingað í fyrsta sinn. Við bókuðum gistingu á Hótel Aldan og vöknuðum mjög óvænt við fallegasta útsýni bæjarins, eða hvað? Ó sú fegurð.

Mjög stutt stopp hér að þessu sinni en við Gunni erum sammála um að koma hingað aftur sem allra fyrst. Þá mögulega með tölvurnar til að eiga hér langa vinnuhelgi eða viku … hér er orkan mikil.

HÆ FRÁ HÚSAVÍK

Skrifa Innlegg