fbpx

VAKNAÐ Í VALENCIA

LÍFIÐ

Hola España !

Það var aldeilis spondant ákvörðun hjá okkur hjónum að hoppa í sól þessa vikuna. Planið var að elta veðrið á Íslandi en eftir að hafa skoðað veðurspánna um allt land sem sýndi okkur grátt og rigningu þá var þetta það besta í stöðunni, fyrir okkur að þessu sinni. Gunni byrjar bráðum í handboltanum aftur og það var búið að vera bakvið eyrað að ná að hoppa bara tvö án barna áður en boltaleikurinn byrjar aftur (og barn mætir í heiminn). Þessir boltastrákar fá nefnilega ekki mikið frí til að hoppa frá yfir árið og  því um að gera að nýta þá daga sem eru í boði.

Vaknað í Valencia varð ákvörðunin, borg sem svo margir hafa talað vel um við mig en við erum hér í fyrsta sinn. Við flugum til Alicante þaðan sem það tekur ekki nema einn og hálfan tíma að keyra hingað.  Hlakka til að kynnast borginni. Þið getið auðvitað fylgst með á Instagram @elgunnars – er oftast virk þar en það gæti líka vel verið að ég verði eitthvað löt í þessu fríi. Kemur í ljós, spila það eftir hendinni :)

Meira að segja fyrsti bollinn bjóst ekki við að sjá mig hér í dag haha.

Annars frétti ég af blíðskaparveðri í Reykjavík í dag, kannski þurfti borgin bara smá pásu frá okkur svo að sú gula myndi láta sjá sig- njótið ó svo vel :)

Nývöknuð með vinnuplan fram að hádegi en hjólaplan niðrá strönd eftir hádegi – kann svo vel við svoleiðis. Fæ hlýtt í hjartað. 

Hárband: StudioHeklaNina, Kjóll: SamsoeSamsoe/gamall, Skór: GIA/Andrá, Sundbolur: Swimslow

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

SUMARSALAT Í JÚLÍ HAUSTVEÐRI

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Svart á Hvítu

    13. July 2022

    Ohhh langar sko líka að vera þarna! Þvílíkur draumur <3 njótið:*