fbpx

HELGIN: VÍK Í MÝRDAL

PERSÓNULEGT

Hæ elsku þið ❤️ Ég átti alveg yndislegt og vel heppnað foreldrafrí um helgina með besta fólkinu mínu í geggjuðu veðri. Við eyddum helginni í Vík í Mýrdal sem er svo fallegur staður til að vera á. Skoðuðum Reynisfjöru, borðuðum ljúffengan mat og nutum í botn. Ég ætla að leyfa myndunum að tala.

Við byrjuðum ferðina á því að keyra til Stokkseyrar og borðuðum humar á Fjöruborðinu. Klassískt og gott.

Ég útbjó goody bag (gjafapoka) fyrir okkur öll með nasli og drykk fyrir bílferðina ásamt smá dekri.

Stoppuðum við fallega Skógarfoss.

Gistum tvær nætur á Hótel Vík í Mýrdal. Vorum mjög ánægð! Herbergin voru rúmgóð og nýuppgerð með fallegu útsýni. Við vorum líka mjög sátt með morgunmatinn.

Fórum á Reynisfjöru.

Borðuðum á Smiðjunni brugghús í hádeginu. Mjög góðir borgarar og bjór. Mæli mikið með ef að þið eruð á leið framhjá Vík í sumar.

Rétt hjá hótelinu var kaffihús í gömlum strætó. Mjög skemmtilegt að skoða og huggulegt að setjast niður að fá sér kaffibolla.

Skoðuðum Vík og Víkurfjöru. Svo fallegur bær.

Á heimleið fengum við okkur svo góða eplaköku með karamellusósu á Suður-Vík (mæli með) og skoðuðum Gljúfrabúa.

Takk fyrir að lesa :)
Hlakka til að sumarsins með ykkur á Trendnet

Njótið dagsins! ♥

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

 

LITLAR EGGJAMUFFINS

Skrifa Innlegg