fbpx

LITLAR EGGJAMUFFINS

MORGUNMATUR & BRÖNSUPPSKRIFTIR

Svo ljúffengar litlar eggjamuffins með osti og bornar fram með tómötum, avókadó, hvítlaukssósu og Sriracah. Hentar stórvel í brönsinn. Svo einfalt, fljótlegt og gott. Einnig er gott að setja skinku, beikon eða annað í eggjablönduna. Mæli með að þið prófið!

Uppskrift gerir 12 eggjamuffins
10 egg
1 dl rifinn parmesan ostur
1,5 dl rifinn cheddar ostur
1/2 pakkning Philadelphia rjómaostur
Chili flögur eftir smekk
Salt & pipar

Meðlæti
Kokteiltómatar
Avókadó
Hvítlaukssósa
Sriracha sósa
Kóríander

  1. Pískið eggin í skál. Blandið parmesan osti, cheddar osti og rjómaosti saman við. Kryddið eftir smekk.
  2. Dreifið ólífuolíu eða spreyið muffinsformfyrir 12 kökur með PAM. Einnig er hægt að klippa bökunarpappír í stærð 12×12 og dreifa í formin.
  3. Dreifið eggjablöndunni jafnt í formin og stráið smá cheddar osti yfir.
  4. Bakið í 12-15 mínútur við 180°C eða þar til eggin eru fullbökuð.
  5. Berið fram með kokteiltómötum, avókadósneiðum, hvítlaukssósu, sriracha sósu og smá kóríander. Njótið.

Mér finnst alltaf gaman að heyra frá ykkur ef að þið prófið! :)

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & GÓÐA HELGI!

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

GRILLAÐ FYLLT EGGJALDINN MEÐ MANGÓ SALSA

Skrifa Innlegg