fbpx

GRILLAÐ FYLLT EGGJALDINN MEÐ MANGÓ SALSA

AÐALRÉTTIRGRÆNMETIS- & VEGANRÉTTIRSAMSTARFUPPSKRIFTIR

Afar gómsætur, sumarlegur og hollur grænmetisréttur sem ég gerði í samstarfi við Krónuna þar sem öll hráefnin í uppskriftinni fást. Grillaður fylltur kúrbítur með kínóa, ferskum maís, svörtum baunum, cheddar osti, mangósalsa og habanero sósu. Þessi réttur er ferskur en rífur líka aðeins í. Það er frábær hugmynd að bera hann fram með grilluðum tígrisrækjum ef að þið eruð í þannig stuði. Þennan rétt ætla ég að gera aftur, ekki spurning!

Fyrir tvo
2 kúrbítar
Ólífuolía
Krónu krydd – Ertu ekki að grænast?
Salt & pipar
1 ferskur maískólfur
1 ½ dl svartar baunir
1 ½ dl Quinola express spicy mexican
1 dl rifinn cheddar ostur

Mangósalsa
1 avókadó
½ mangó
8 litlir tómatar
1 msk blaðlaukur
1 msk kóríander
Safi úr ½ lime

Sósa
3 msk majónes
3 msk sýrður rjómi
1-2 tsk Habanero sósa frá Sauce shop
Safi úr ½ lime
¼ tsk hvítlauksduft
¼ tsk laukduft
Salt og pipar

Aðferð

  1. Byrjið á því að skera tómata, mangó, avókadó og blaðlauk smátt og blanda saman við safa úr lime.
  2. Skerið maískornin af maískólfinum. Steikið upp úr olíu á pönnu í 3-5 mínútur og saltið og piprið. Blandið maískornunum saman við svartar baunir, kínóa og cheddar ost.
  3. Hrærið öllum sósu hráefnunum saman í skál. Mæli með að smakka ykkur til með habanero sósuna, hún er mjög sterk.
  4. Skerið kúrbít í tvennt og hreinsið innan úr honum með skeið. Penslið með ólífuolíu og kryddið með Ertu ekki að grænast, salti og pipar.
  5. Grillið kúrbítinn í 4-6 mínútur á báðum hliðum eða þar til hann er kominn með góðar grillrendur.
  6. Fyllið hann með kínóablöndunni og haldið áfram að grilla hann á vægum hita í 10-12 mínútur eða þar til hann er eldaður í gegn og osturinn bráðnaður. Þið getið einnig bakað hann í ofni við 200°C í 12-15 mínútur.
  7. Toppið kúrbítinn með mangósalsanu og sósunni.

Mér finnst alltaf gaman að heyra frá ykkur ef að þið prófið! :)

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & GÓÐA HELGI!

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

LJÚFFENGUR KAFFI BOOZT

Skrifa Innlegg