fbpx

NOTALEGT GETAWAY

LÍFIÐSAMSTARFTRAVEL

Gleðilegan þriðja í aðventu .. afskaplega líður tíminn.

Það er komið að því að gleðja ykkur með næstu Aðventugjöf á Instagram og nú er hún aldeilis notaleg.

Fylgjendur mínir á Instagram tóku líklega eftir mér á hóteli síðustu nóttina á Íslandi fyrir flug heim morguninn eftir. Það var Hótel Berg í Keflavík sem tók fallega á móti mér í myrkri og kvaddi mig nokkrum tímum síðar, líka í myrkri (Ísland á þessum tíma árs). Ég hefði vissulega viljað njóta lengur en þrátt fyrir stutt stopp þá átti ég þarna yndislegar stundir, náði að hlaða  batteríin smávegis eftir vægast sagt rosalega pakkaða daga á undan.

  

Notaleg stund við arineld.

Þessi nótt var löngu plönuð en í upphafi stóð til að heimsækja nýjan veitingastað sem bíður þess að verða opnaður. Samkomutakmarkanir voru nýttar til endurbóta á veitingasal hótelsins sem bráðlega mun bera nafnið Fiskbarinn. Hjónin hjá Haf Studio hjálpuðu til við hönnun rýmis og Hákon Már Örvarsson hefur verið ráðinn yfirkokkur á þessum spennandi stað þar sem sjávaréttir og grænmeti úr næsta nágrenni munu leika lykilhlutverk.

Þessi strá eru ekki dönsk ;) þau eru íslensk.

Sú synd að ég hafi ekki fengið smakk, íslenskur fiskur er nefnilega í miklu uppáhaldi …  en æ hvað ég hlakka til að draga út heppinn fylgjanda í næsta aðventuleik og gefa nótt fyrir tvo og þriggja rétta máltíð á þessum flotta stað – þegar það má. Stefnt er að  því að opna strax á nýju ári.

Þaksundlaug með útsýni yfir höfnina –

SMELLIÐ Á MYNDINA HÉR AÐ NEÐAN TIL AÐ TAKA ÞÁTT Í LEIKNUM

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Elísabet Gunnars (@elgunnars)

 Megi heppnin vera með þér og þínum.

Namaste.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

 

DRESS: ELSKU COCO KRÚTT

Skrifa Innlegg