fbpx

FJÖLLAN ER FARIN Í FRÍ

2021SUMARSVÍÞJÓÐ

Þá erum við lögð af stað í ferðalag, fyrsta ferðalagið með Emilíu erlendis. Við erum mjög spennt fyrir þessari skyndiákvörðun … þar sem við vorum hætt við að fara. En ákváðum síðan á seinustu stundu að hætta við að hætta við 😄 Týpískt við.

Tómas er sem sagt að fara að endurnýja flugskírteinið sitt í Kalmar & við ákváðum að gera smá ferð úr því. Við fljúgum fyrst til köben & tökum svo bílaleigubíl yfir til Svíþjóðar sem ætti ekki að vera neitt mál 🤞🏻 🦠

Við ætlum að eyða nokkrum dögum í Svíþjóð & mögulega enda ferðalagið á einum eða tveimur dögum í köben, en það er ekkert planað eins & er. Það eina sem við erum búin að bóka eru tvær nætur í Malmö. Þetta er allt voða opið hjá okkur & öll tips vel þegin.

Annars þá langaði mig bara rétt að koma hingað inn með smá Update & leyfa ykkur að fylgjast með hér á blogginu & á instagram hér☺️

Hlakka til –

LANGAR ÞIG AÐ BYRJA AÐ BLOGGA?

Skrifa Innlegg