fbpx

LANGAR ÞIG AÐ BYRJA AÐ BLOGGA?

2021LÍFIÐ

Til hamingju með 9 árin Trendnet!! VÁ hvað tíminn líður. ÚFF það minnir mig bara á 9 ára sambandsafmælið okkar Tómasar eftir nokkra daga 😆 En í dag þá fór ég allt í einu mikið að spá í þessu öllu saman, bloggið, hvernig þetta byrjaði allt saman hjá mér & flr …

Förum nokkur ár til baka þegar ég var nýflutt til Svíþjóðar með Tómasi mínum sem var að byrja í námi. Ég var með mikinn frítíma þar sem ég var ekki komin með fullt starf þegar ég flutti. Ég ákvað þá að opna bloggsíðu sem ég vissi að hafi alltaf verið eitthvað sem mig hafði lengi langað til að gera. Þarna var loksins rétti tíminn. Ég dúllaði mér í síðunni í dágóðan tíma áður en ég ákvað síðan að ýta á publish. Ég þurfti að sætta mig við það að hún var aldrei að fara að vera eins fullkomin & ég vildi þar sem ég vildi gera þetta sem ódýrast. En djíííses hvað ég var stressuð & svo vissi ég heldur ekkert hvað ég væri að fara út í.

Ég skrifaði aðalega um heimsreisuna sem ég fór í fyrr um árið (2018), svo skrifaði ég um fleiri skemmtileg ferðalög & auðvitað lífið í Svíþjóð. Þetta var bland í poka af mörgu skemmtilegu. En ég held mest uppá heimsreisu færslurnar. Á þeim tíma þegar ég var að skrifa um ferðalagið þá rann ég í gegnum dagbókina mína sem ég var með í reisunni & skrifaði upp úr henni. Það var sprenghlægilegt að fara í gegnum þessa bók & ennþá skemmtilegra að koma því betur frá mér með myndum. Ó hvað mér þykir vænt um þessar færslur! Ég fer stundum inná gömlu bloggsíðuna & renni yfir nokkrar færslur.

Svo fékk ég vinnu á Hóteli í Västerås & þá varð ég að skipuleggja tímann minn. Þegar ég var á dagvakt þá skrifaði ég færslu um kvöldið & ef ég var á kvöldvakt þá skrifaði ég færslu um morguninn. Það fór mikill tími & vinna í hverja einustu færslu & ég man hvað mér þótti vænt um þennan litla lesendahóp sem stækkaði & stækkaði með tímanum. Sem vonandi fór síðan með mér yfir á Trendnet <3

Þessi 3 ár eru búin að vera svo lærdómsrík & skemmtileg. Svo er ég líka að fatta fyrst núna að ég er farin að vinna við það sem var einu sinni bara áhugamál.

Með þessari færslu þá langaði mig að segja frá því hvernig þetta byrjaði allt saman hjá mér & í leiðinni hvetja þig til þess að byrja ef þig langar. Það hlýtur að vera allavega einn annar lesandi hér sem hefur langað að byrja að blogga en ekki þorað. Ég segi bara GO for it! Ekki hika, byrjaðu að dúlla þér í þessu & ýttu svo á publish þegar þú ert sátt/sáttur. Það verður alltaf gaman að geta horft til bakar á allar þessar minningar.

Instagram: arnapetra 
YouTube: Arna Petra 

FERÐAST MEÐ EINA 6 MÁNAÐA

Skrifa Innlegg