fbpx

DIANA PRINSESSA OFF DUTY: STELDU STÍLNUM

STELDU STÍLNUM

Tískan snýst í hringi og það sannast þegar við skoðum gamlar myndir af flottum fyrirmyndum. Ein af þeim sem ég elska að virða fyrir mér er Díana prinsessa, prinsessa fólksins.  Kona sem kvaddi  alltof  fljótt en var alltaf svo flott, inside out. Hún kunni svo sannarlega að klæða sig og götustíls myndir af henni eru innblásturinn uppmálaður, ekki  bara þegar hún var að fara eitthvað fínt heldur líka off duty. Að því sögðu verð ég að sýna ykkur dásamlegar myndir sem birtust í Vogue París fyrir einhverju síðan.

Hreint út sagt frábær myndaþáttur hjá Vogue þar sem Hailey Bieber leikur eftir lúkkið frá Díönu. Stíllinn hennar Díönu virkar svo sannarlega í dag – meira en 20 árum síðar.

OFF DUTY DÖMUR !
Er ekki komið stuttbuxnaveður á Íslandi?

Elska þetta sumarvibe.
ELSKA ÞETTA LÚKK !
Og það er svo margt sem við getum tekið með okkur – að nota háskólapeysuna undir blazerinn, að vera með derhúfu en samt láta glitta í gyllta eyrnalokka, að klæðast kúrekastígvélum yfir gallabuxur.

Þegar við hugsum um fyrisætuna Hailey Bieber og prinsessuna Díönu prinsessu þá finnum við ekki endilega margt sameiginlegt enda var sú fyrrnefnda rétt að fæðast þegar Díana kvaddi. Þessar dásamlegu Vogue myndir virka svo vel á  mig og ég elska hvernig þessi góða hugmynd er sett fram. Þær voru birtar í fyrra en mér finnst þægindin og fílingurinn passa svo vel við anda þess tímabils sem við erum að lifa núna, þægindi en samt smart. Vonandi innblástur inn í daginn hjá fleirum.

Dagsins dress?

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

LEVI'S VINTAGE

Skrifa Innlegg