fbpx

MÆLI MEÐ MAN

BEAUTYLÍFIÐMAGAZINE

Ég sit fyrir svörum í MAN Magasín í nóvember þar sem viðtalsefnið er snyrtibuddan:


Trendnet drottningin Elísabet Gunnarsdóttir er svo sannarlega með puttann á púlsinum þegar kemur að tísku, förðun og fallegu útliti og því fengum við hana til að opna snyrtibudduna sína fyrir lesendur MAN.

Elísabet sem er nýflutt til Danmerkur frá Svíþjóð hélt til New York í síðasta mánuði þar sem hún var viðstödd þegar H&M fagnaði samstarfslínu með Moschino. „Mér finnst alltaf jafn spennandi og frábær hefð þegar virtir hönnuðir úr bransanum hanna með stærri keðjunum – gefur öllum tækifæri á að eignast hönnunarvöru þegar hún er seld á betra budgeti,“ segir Elísabet.

Trendnet bætti svo tveimur nýjum bloggurum í teymið í liðnum mánuði. „Við höfum saknað þess að vera með gott matarblogg á síðunni og því ætlar Marta Rún að bæta úr því auk þess sem að Hildur Sif förðunarsnillingur, heilsupenni og vegan drottning, ætlar að færa sig yfir á Trendnet. Ég er mjög spennt að bjóða þær velkomnar í fjölskylduna. Það er margt framundan fyrir jólin á Trendnet og því að miklu að huga þessa dagana. Ég er sjálf byrjuð að plana næsta tímabil en eftir áramót ætla ég að bjóða upp á viðburðar þjónustu og markaðsráðgjöf fyrir íslensk fyrirtæki. Í rauninni eitthvað sem ég er nú þegar að gera með mínum samstarfsaðilum en nú ætla ég að leggja meiri áherslu á þetta og setja skýrar fram. Þetta eru hlutir sem ég hef fundið mig í og ég geri vel og því sjáfsagt skref að taka og er ég mjög spennt fyrir nýju ári.

Við báðum Elísabetu að nefna uppáhaldshúðvörur sínar og segist hún vera algjörlega fallin fyrir Bio Effect vörunum íslensku. „Nú þríf ég andlitið kvölds og morgna og er voðalega stolt af því, eins ódugleg og ég var fyrir og skammast mín fyrir að segja það. Ætli ég gæti ekki sett allar 10 vörurnar sem þið biðjið um frá sama íslenska merkinu en á trendnet.is getið þið lesið betur um mínar uppáhalds Bio Effect vörur. Þegar kemur að snyrtivörum er ég alltaf að prufa eitthvað nýtt og er ekkert endilega að festa mig í merkjum. Ég er ekki klár að mála mig og oft á hraðferð og vel því yfirleitt eftir því sem tekur stuttan tíma að fixa.“

 

 

1. MICELLAR hreinsivatnið frá Bio Effect

2. EGF day serum frá Bio Effect sem ég elska mikið en eiginmaðurinn minn líka, húðvörur eru ekki bara fyrir konur.

3. Náttúruleg brúnka. Ég hef aldrei notað brúnkukrem en er nýbúin að kynnast Face Tan Water frá Eco by Sonya vara sem ég get mælt heilshugar með. 100% náttúrulegt vatn með smá lit sem gerir þig frískari á engum tíma. Í vetur ætla ég svo að prufa Marc Inbane vörurnar í fyrsta skipti, hef heyrt svo góða hluti um þær.

4. Gosh farði – ég byrjaði óvart að nota þennan farða þegar ég fékk hann í gjöf á viðburði í Kaupmannahöfn. Þekur vel og góður til að grípa í. Ég nota líka aðra farða og er t.d. hrifin af léttum förðum frá MAC og Sensai en nota þá eingöngu spari.

5. Max Factor Natural Brow Styler – greiði augabrúnirnar á réttan stað.

6. Augnblýantur frá Anastasia – hef prufað nokkra, þessi er bestur.

7. NYX blautur augnskuggi sem (án gríns) hefur breytt lífi mínu til muna haha. Það tekur mig ca mínútu að skella honum á augnlokin.

8. BECCA fallegasti highlighter sem ég hef átt! Kynntist honum í sumar rétt áður en ég gifti mig og set hann núorðið alltaf á mig þegar hentar. Geislandi húð er fallegasta förðunin að mínu mati. Ég er hrifin af þessu merki, þarf að kynnast fleiri vörum frá þeim.

9. Ég hef síðustu mánuði notað maskara frá Sensai – lash volumiser sem gerir augnhárin þétt og eðlileg, finnst hann henta mér vel.

10.Varalitir í jarðlitum. Sá sem er í veskinu hjá mér þessa dagana heitir “HoneyLove” og er frá MAC. 

___

Mæli með MAN í þessum mánuði!

Takk fyrir mig …

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

ÁSTARSAGA

Skrifa Innlegg