fbpx

DRESS x 3

DRESSMAGAZINE

Hún hlýtur að vera einstaklega hæfileikarík hin nýútskrifaða Berglaug sem tók myndirnar af mér fyrir Blæti, fyrir utan það hvað hún er líka bara yndisleg og þægileg að vinna með – mæli með henni. Myndirnar eru nefnilega æði þráttt fyrir að hafa verið teknar á mettíma rétt áður en ég átti flug frá Íslandi fyrr í vor. Það sem ég vissi ekki þegar á myndatökunni stóð var að ég var orðin veik af einhverri flensu. Ég skyldi ekki í því hvað mér var heitt og opnaði gluggana upp á gátt í stúdíóinu, eftir tökuna strönglaðist ég svo uppá flugvöll og í fluginu byrjaði ég í hita og kuldaköstum, heppin að vera með uppáhalds flugfreyjuna, hana systur mína innan handar. Ég verð svo sjaldan veik en ég man að ég hélt mér uppi á verkjatöflum útaf beinverkjum í þessari ferð … note to self, og ykkar: líkaminn vinnur að lokum!

Annars stíliseraði ég saman þrjú dress úr mínum fataskáp/ferðatösku og útkoman er þessi – ólík dress en öll svo næs að mínu mati og öll mjög mikið “Elísabet Gunnars”. Ég lagði þetta verkefni þannig upp vegna þess að blaðsíðurnar mínar voru undir kaflanum “karakter” í tímaritinu. Hér að neðan sjáið þið hvert dress fyrir sig.

Rósa María Árnadóttir er besti aðstoðamaður í heimi en ég vil helst ekkert auglýsa það neitt sérstaklega því ég þarf að halda í hana sjálf ;) auðvitað besta konan mín (margir halda að við séum systur) en líka klárasta mua, þó hún sé ekkert nema sjálflærð þá verð ég alltaf svo glöð þegar hún penslar á mér andlitið.

Jakki: Ganni x 66°Norður, Toppur: H&M Studio, Buxur: H&M Trend, Skór: Vagabond/Kaupfélagið

Blazer: Selected Femme, Buxur: Gamlar, Eyrnalokkar: Lindex, Skór: H&M 

Kimono: Notes du Nord / AndreA Hafnafirði, Hálsmen AndreA

Nóg af Blæti frá mér í bili en ég mæli með að allir skoði og tryggi sér eintak af tímaritinu þegar það fer í sölu strax eftir helgi. Þangað til getið þið “mætt” í útgáfuhófið með því að skoða myndir úr gleðskapnum HÉR og lesið mínar síður HÉR.

Eigið góðan dag.

xx,-EG-.

BLÆTI TÍMARIT NR 3

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. sigridurr

    2. May 2019

    lang flottust alltaf! x