fbpx

TRENDNÝTT

TÍMARTIÐ BLÆTI HÉLT ÚTGÁFUHÓF Á HÖFNINNI

FÓLK

Frumkvöðlarnir Erna Bergmann og Saga Sig hafa nú í þriðja sinn gefið út tímaritið Blæti. Undirliggjandi þema að þessu sinni er framtíðin og er tímaritið 400 blaðsíður af tísku, hönnun og listum.

Er tímaritið með sama sniði og fyrr, en hugað er að hverju smáatriði og mikil áhersla er lögð á fagurfræðilegt gildi ritsins með umhverfisvitund að leiðarljósi.

Blæti býr til brýr á milli listgreina og leyfir þeim að flæða ásamt því að skapa rými fyrir ólíka listrænamiðla og bókmenntir. Í ritinu mynda greinar, ljóð og hugleiðingar heild þar sem að orðið og hið sjónræna fléttast saman og skapa áferðarfallegt og eigulegt tímarit sem er stofustáss í sjálfu sér.

Í Blæti er lögð mikil áhersla á fagurfræði. Fegurð ljósmyndarinnar. Fegurð augnabliksins. Fegurð orðsins. Fegurð margbreytileikans. Við skoðum fegurðina frá mismunandi sjónarhornum og brjótum upp staðalímynd hennar. 400 bls. af tísku, hönnun og listum.

Þátttakendur og efnistök í þriðja tölublaðinu eru meðal annars: Ýmsir fjölbreyttir tískuþættir,viðtal við frú Vigdísi Finnbogadóttur,ljóð eftir Bubba Morthens,umfjöllun um 20 ára sögu og feril íslenska fatamerkisins Aftur,smásaga eftir Friðgeir Einarsson,texti eftir Berg Ebba Benediktsson,vinnustofuinnlit til myndlistarkonunnar Elínar Hansdóttur,umfjöllun um arkitektúr frá Magneu Guðmundsdóttur arkitekt og margt margt fleira sem sameinar tísku, hönnun og listir.

Stofnendur, ritstjórar og listrænir stjórnendur Blæti: Saga Sig og Erna Bergmann, ásamt nýja tímaritinu.

 

Útgáfu blaðsins var fagnað á veitingastað La Primavera í Marshall húsinu í gærkvöldi þar sem margt var um manninn fram eftir kvöldi. Drykkir voru í boði Tanqueray, Sævar Markús og FM Belfast dj sáu um tónlist og fólk mætti með góða skapið.Myndirnar hér að neðan eru allar teknar af Sunday & White. 

Þekkið þið einhver andlit? Deilið gjarnan með vinum og vandamönnum og bjóðum þannig flestum með í gleðskapinn.

 

Trendnet hvetur lesendur til að tryggja sér eintak af þessu veglega tímariti sem fer í sölu strax eftir helgi.

Meira svona!
Áfram Ísland!

//
TRENDNET

TÍSKUSÝNING ÚTSKRIFTARNEMA Í FATAHÖNNUN ER Í KVÖLD!

Skrifa Innlegg