fbpx

SMEKKFÓLK SELUR

HOME

Góðir vinir mínir hafa sett sína dásamlegu fyrstu eign á sölu. Um er að ræða sérstaklega vandaða og vel uppsetta íbúð á Kvisthaga í Vesturbænum. Eigendurnir hafa endurnýjað íbúðina frá A til Ö og ég get vottað fyrir það að hér er allt gert upp á 10..

Eins og segir í sölulýsingu á fasteignavef:

Mjög fallega, bjarta og mikið endurnýjaða efri hæð í fjórbýlishúsi á besta stað í Vesturbænum. Íbúðin er skráð 81,8 fm en gólfflötur er 94 fm, allir fm nýtanlegir. Mjög stórt geymsluloft er yfir íbúðinni. Sameiginlegur inngangur með einni annarri íbúð.
Búið er að endurnýja eignina að mestu leyti að innan; öll gólfefni, eldhús og baðherbergi, skápa að hluta og allar hurðir í íbúð. Að utan; gluggar málaðir, skipt um járn á þaki ásamt rennum, steingrindverk lagfært og málað.
Búið að skipta um rafmagnstöflu í íbúð og sameign. Granít borðplötur. Öll blöndunartæki endurnýjuð.

Þið getið slegist um þessa … ;)

Íbúðin er björt og opin

Það er svo sjarmerandi að hafa herbergin undir smá súð

Falleg lausn að raða Dots hönkunum upp á vegg í svefnherbergi

Innbúið fylgir því miður ekki með 

Parketið á gólfunum er fullkomið – gróft og lifandi

Við elskum íslensk innlit? Meira: HÉR

xx,-EG-.

SMÁFÓLKIÐ ELSKAR TULIPOP

Skrifa Innlegg